Segja Hörpuna í Bandaríkjunum 16. september 2007 19:28 MYND/Valgarður Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira