Innlent

Fagna undirbúningi að stofnun háskóla á Vestfjörðum

Ólína Þorvarðardóttir er formaður Vestfjarðaakademíunnar.
Ólína Þorvarðardóttir er formaður Vestfjarðaakademíunnar. MYND/GVA

Stjórn Vestfjarðaakademíunnar fagnar ályktun Fjórðungssambands Vestfirðinga sem hefur falið stjórn sambandsins að hefja þegar undirbúning að stofnun háskóla á Vestfjörðum í samráði og samstarfi við stofnanir og félagasamtök sem hafa helgað sig rannsóknum og fræðastarfi á svæðinu, segir í ályktun stjórnar Vestfjarða-akademíunnar sem fréttavefurinn BB greinir frá í dag.

Fjórðungsþingi Vestfirðinga samþykkti um síðustu helgi að stefna að stofnun sjálfstæðs háskóla á Ísafirði strax á næsta ári og hefja kennslu haustið 2008. Þá var stjórn Fjórðungssambandsins falið að kalla þegar til fulltrúa Háskólaseturs, sveitafélaga, rannsóknastofnanna, fyrirtækja og félagasamtaka til undirbúnings málinu. „Stjórn Vestfjarða-akademíunnar lýsir sig reiðubúna til samstarfs og samráðs um þetta verkefni,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×