Hæstiréttur staðfesti í gær fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rúmlega fertugum karlmanni fyrir margvísleg brot. Helstu brotin eru nytjastuldur, þjófnaður, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Hann var einnig sviftur ökuréttindum ævilangt.
Við ákvörðun refsingar var tekið mið af löngum sakaferli mannsins, einbeitts brotavilja og að hann reyndi eftir fremsta megni að hylja slóð sína.