Enski boltinn

Brjóstahneyksli hjá Barton

Bakkus-Barton situr í fangelsi
Bakkus-Barton situr í fangelsi NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Joey Barton fær nægan tíma til að semja áramótaheit sín þar sem hann verður í grjótinu fram á fimmtudag. Í gær kom upp enn eitt hneykslið í kring um Barton og drykkjulæti hans.

Breska blaðið Sun hefur þannig undir höndum myndbandsbút þar sem Newcastle-leikmaðurinn sést stinga höfðinu þrívegis í barm amerískrar fegurðardísar á dansgólfi á skemmtistað. Barton var mjög ölvaður að sögn vitna og reyndi ítrekað að fá stúlkuna til að dansa við sig með þessum frumlegu aðferðum.

Breskir miðlar eru farnir að kalla miðjumanninn Bakkus-Barton, en hann var handtekinn fyrir líkamsárás á dögunum og dúsir í fangelsi. Fyrrum leikmaðurinn og glaumgosinn Stan Collymore er þegar búinn að bjóða Barton ráðgjöf eftir að hafa sjálfur lent í flöskuna á sínum tíma og ráðleggur honum að lesa ævisögu sína.


Tengdar fréttir

Barton í fangelsi um áramótin

Joey Barton hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald til 3. janúar. Hann verður því í fangelsi um áramótin og missir af leikjum Newcastle gegn Chelsea og Manchester City.

Barton handtekinn

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, heldur áfram að koma sér í vandræði. Hann var handtekinn á fimmtudag eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás í Liverpool borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×