MS-félagið fékk 20 milljóna styrk 1. mars 2007 20:15 Frá skóflustungunni í dag. MYND/MS-félagið MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira