Gæti skapað meiri verðmæti en útrás bankanna 8. apríl 2007 16:08 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum þriggja stærstu háskóla Bandaríkjanna. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði ferðina til Bandaríkjanna hafa verið einkar árangursríka og í samræðum sínum hafi hann fundið nýja tegund af ákafa og áhuga manna á að nýta sér reynslu Íslendinga við nýtingu jarðvarma og á að kanna rækilega hvernig Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir geti nýtt sér kunnáttu okkar á þessu sviði. ,,Þannig gætu íslendingar hugsanlega átt veigamikinn þátt í því að breyta orkukerfi Bandaríkjanna og annarra þjóða í átt að hreinni orku og að þessir miklir leiðtogar, skyldu taka þessu svona vel var mjög jákvætt" sagði Ólafur. Um sjötíu þjóðir í heiminum búa yfir jarðvarma, en hafa ekki sömu þekkingu og Íslendingar í nýtingu hennar og rekstri orkuvera þeim tengdum. Mikinn jarðhita er að finna á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum en hún er sama sem ekkert nýtt. Ólafur Ragnar átti meðal annars fund með ráðamönnum í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna en þar er mikill áhugi fyrir því að nýta ser þessa reynslu Íslendinga. ,,Það mun koma sendinefnd frá orkumálaráðuneytinu hingað í sumar til að kynna sér reynslu Íslendinga á þessu sviði og það er mikil tíðindi fyrir okkur Íslendinga en það er líka vitniburður hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og kannski líka jákvætt að þegar samstarfi okkar um varnir er lokið þá skuli þessar tvær þjóðir vera á góðri leið með að hefja öflugt samstarf á sviði hreinnar orku" Ólafur sagði það mikið lán fyrir okkur Íslendinga að aðrar þjóðir skuli fram að þess haft lítinn áhuga á að nýta sér jarðhitann. Fyrir vikið séu Íslendingar í algerri forrystu. ,,Þess vegna höfum við getað byggt hérna upp í rólegheitunum frábæra tæknikunnáttu og rekstrarkunnáttu á þessu sviði og það er engin önnur þjóð í heiminum sem skákar okkur í þessum efnum, við erum algjör forrystuþjóð" Ólafur sagði þetta skapa gríðarleg sóknarfæri fyrir íslenskar orkustofnanir, banka, vísindasamfélagið og fleira stofnanir sem að þessu málum koma. Hann sagði að að ef við nýtum tækifærin vel þá geti orkuútrás Íslendinga skapað meiri verðmæti en útrás bankanna. ,,Ef okkur ber gæfa til að tengja saman háskólana, vísindasamfélagið, bankana, fjárfestingafélögin og orkustofnanir þá fullyrði ég að við getum haft meiri tekjur af þessari orkuútrás heldur en af útrás bankanna" Í ferð Ólafs um Bandaríkin hitti hann einnig forsvarmenn fjögurra virtra háskóla með það að leiðarljósi að efla og koma á samstarfi þeirra við íslenska vísindamenn. Að hans mati er vísindasamstarf lykilatriði þess að árangur náist í hagstjórn, velferð og farsæld á komandi árum. Þess vegna hafi hann lagt áherslu á byggja upp slík tengsl. Hann segir að í ferð sinni nú hafi náðst verulegur árangur en nú verði íslenska vísindasamfélagið standa vel að málum. ,,Þá finnst mér líka mikilvægt að við hér á Íslandi tökum saman höndum, allir háskólarnir um að nýta þessa möguleika en látum þá ekki koðna niður í einhvernju innbyrðis togstreitu milli háskólanna hérna heima" Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum þriggja stærstu háskóla Bandaríkjanna. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði ferðina til Bandaríkjanna hafa verið einkar árangursríka og í samræðum sínum hafi hann fundið nýja tegund af ákafa og áhuga manna á að nýta sér reynslu Íslendinga við nýtingu jarðvarma og á að kanna rækilega hvernig Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir geti nýtt sér kunnáttu okkar á þessu sviði. ,,Þannig gætu íslendingar hugsanlega átt veigamikinn þátt í því að breyta orkukerfi Bandaríkjanna og annarra þjóða í átt að hreinni orku og að þessir miklir leiðtogar, skyldu taka þessu svona vel var mjög jákvætt" sagði Ólafur. Um sjötíu þjóðir í heiminum búa yfir jarðvarma, en hafa ekki sömu þekkingu og Íslendingar í nýtingu hennar og rekstri orkuvera þeim tengdum. Mikinn jarðhita er að finna á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum en hún er sama sem ekkert nýtt. Ólafur Ragnar átti meðal annars fund með ráðamönnum í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna en þar er mikill áhugi fyrir því að nýta ser þessa reynslu Íslendinga. ,,Það mun koma sendinefnd frá orkumálaráðuneytinu hingað í sumar til að kynna sér reynslu Íslendinga á þessu sviði og það er mikil tíðindi fyrir okkur Íslendinga en það er líka vitniburður hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og kannski líka jákvætt að þegar samstarfi okkar um varnir er lokið þá skuli þessar tvær þjóðir vera á góðri leið með að hefja öflugt samstarf á sviði hreinnar orku" Ólafur sagði það mikið lán fyrir okkur Íslendinga að aðrar þjóðir skuli fram að þess haft lítinn áhuga á að nýta sér jarðhitann. Fyrir vikið séu Íslendingar í algerri forrystu. ,,Þess vegna höfum við getað byggt hérna upp í rólegheitunum frábæra tæknikunnáttu og rekstrarkunnáttu á þessu sviði og það er engin önnur þjóð í heiminum sem skákar okkur í þessum efnum, við erum algjör forrystuþjóð" Ólafur sagði þetta skapa gríðarleg sóknarfæri fyrir íslenskar orkustofnanir, banka, vísindasamfélagið og fleira stofnanir sem að þessu málum koma. Hann sagði að að ef við nýtum tækifærin vel þá geti orkuútrás Íslendinga skapað meiri verðmæti en útrás bankanna. ,,Ef okkur ber gæfa til að tengja saman háskólana, vísindasamfélagið, bankana, fjárfestingafélögin og orkustofnanir þá fullyrði ég að við getum haft meiri tekjur af þessari orkuútrás heldur en af útrás bankanna" Í ferð Ólafs um Bandaríkin hitti hann einnig forsvarmenn fjögurra virtra háskóla með það að leiðarljósi að efla og koma á samstarfi þeirra við íslenska vísindamenn. Að hans mati er vísindasamstarf lykilatriði þess að árangur náist í hagstjórn, velferð og farsæld á komandi árum. Þess vegna hafi hann lagt áherslu á byggja upp slík tengsl. Hann segir að í ferð sinni nú hafi náðst verulegur árangur en nú verði íslenska vísindasamfélagið standa vel að málum. ,,Þá finnst mér líka mikilvægt að við hér á Íslandi tökum saman höndum, allir háskólarnir um að nýta þessa möguleika en látum þá ekki koðna niður í einhvernju innbyrðis togstreitu milli háskólanna hérna heima"
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira