Skrautleg saga húsanna sem brunnu 19. apríl 2007 19:15 MYND/Stöð 2 Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira