Fótbolti

Seedorf vill Nistelrooy í landsliðið

NordicPhotos/GettyImages
Miðjumaðurinn Carence Seedorf hjá AC Milan vill ólmur fá landa sinn Ruud Van Nistelrooy inn í hollenska landsliðið. Framherjinn hefur átt í deilum við landsliðsþjálfarann Marco Van Basten og hefur ekki spilað með liðinu síðan á HM í sumar.

"Ruud þarf að grafa stríðsöxina og líta á deilurnar sem nýtt upphaf hjá landsliðinu. Ég sé ekki að Van Basten muni loka á hann ef hann gefur kost á sér á ný. Ruud vill spila fyrir landsliðið eins og allir aðrir og af hverju ætti landsliðsþjálfarinn ekki að opna dyrnar fyrir honum líkt og hann gerði fyrir mig á sínum tíma," sagði Seedorf, sem sjálfur átti um tíma í deilum við landsliðsþjálfarann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×