Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? 1. nóvember 2007 17:22 Calzaghe hefur haldið titli sínum lengur en nokkur annar boxari NordicPhotos/GettyImages Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sjá meira
Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sjá meira