Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um nauðgun á Selfossi á laugardag verða leiddir fyrir dómara í dag til þess að gefa staðfestan framburð. Þá er einn maður til viðbótar grunaður um tilraun til nauðgunar.
Upphaflega voru þrír menn handteknir grunaðir um nauðgun í heimahúsi á Selfossi aðfararnótt laugardags. Einn þeirra var látinn laus í gær og liggur hann ekki undir grun. Þá var einn maður handtekinn í fyrradag, grunaður um tilraun til nauðgunar en honum hefur verið sleppt. Yfirheyrslur og sakbending stóðu yfir í allan gærdag en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi þá verður ekki farið fram á að því verði framlengt heldur verða hinir grunuðu leiddir fyrir dómara þar sem þeir munu gefa staðfestan framburð. Þá verður krafist farbanns yfir mönnunum sem er pólskir og búa hér tímabundið.