Enski boltinn

McLaren fagnar endurkomu Owen

Steve McLaren vill nota Michael Owen við hlið Wayne Rooney í framlínu enska landsliðsins.
Steve McLaren vill nota Michael Owen við hlið Wayne Rooney í framlínu enska landsliðsins. MYND/Getty

Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda.

Owen hefur enn ekki spilað landsleik frá því að hann sleit krossbönd í leik gegn Svíum á HM en hann spilaði þrjá leiki með Newcastle undir lok nýafstaðins tímabils í ensku úrvalsdeildinni. McLaren fagnar því að Owen skuli vera kominn aftur á ról.

"Michael hefur sannað að hann kann að skora mörk. Hann getur skorað mörk upp úr engu, mörk sem skipta máli og koma jafnvel þegar lið hans er ekki að spila vel. Öll sigursæl lið þurfa á slíkum leikmanni að halda," segir McLaren.

"Við megum samt ekki gera of miklar væntingar til hans. Michael hefur verið frá keppni í heilt ár og það tekur tíma að finna gamla formið. Þetta verður ekki auðvelt fyrir hann og það skiptir miklu máli að við sýnum honum þolinmæði," bætti McLaren við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×