Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök 24. september 2007 00:01 Ómerkta skútan við hlið varðskipsins Ægis á fimmtudag. Í henni reyndust vera rúm 60 kíló af fíkniefnum. Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu. Pólstjörnumálið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira