Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:10 Barni gefið lyf í æð. MYND/Getty Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið. Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið.
Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira