Innlent

Grænt samfélag og álver geta farið saman, segir bæjarstjóri.

Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjórinn í Ölfusi fagnar velgengni vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar og fjörutíu nýjum störfum samhliða henni. Búast má við að eitthundrað störf við fiskvinnslu fari forgörðum í Þorlákshöfn vegna skerðingar aflaheimilda.



Ólafur Áki segir þó ekkert í samningi við Jón Ólafsson og vatnsverksmiðju hans útiloka álver í nágrenni verksmiðjunnar umfram það sem íslensk lög um matvælaiðnað kveði á um. Hann segist sammála Jóni Ólafssyni um að byggja upp grænt samfélag í Ölfusi en útilokar þó ekki að álver rísi þar í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×