Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur 16. febrúar 2007 09:30 Kærkomið rit um þátt Íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram til þessa. Það ber þess þó merki að eiga rætur sínar að rekja til háskólaritgerðar og að um frágang og útgáfu sér nýtt og óreynt forlag. Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira