Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur 16. febrúar 2007 09:30 Kærkomið rit um þátt Íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram til þessa. Það ber þess þó merki að eiga rætur sínar að rekja til háskólaritgerðar og að um frágang og útgáfu sér nýtt og óreynt forlag. Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira