Innlent

Ákærður fyrir að kýla mann og taka hann hálstaki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið var þingfest í héraðsdómi í dag.
Málið var þingfest í héraðsdómi í dag. Mynd/ Vilhelm

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa að morgni sunnudagsins 4. febrúar 2007, í Suðurholti í Hafnarfirði, veist að 37 ára gömlum erlendum karlmanni. Tekið hann hálstaki og slegið hann hnefahöggum í andlit og í höfuð með þeim afleiðingum að töluverð meiðsl hlutust af. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×