Innlent

Á fjórða hundrað björgunarsveitamanna að störfum

Yfir 320 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum Slysavarafélagsins Landsbjargar, auk slökkviliðs og lögreglu, hafa í dag sinnt yfir 220 útköllum um land allt. Ástandið hefur verið verst á höfuðborgarsvæðinu þar sem beiðnir um aðstoð hafa verið um 120.

Á Blönduósi og Hvammstanga hefur einnig verið annríki hjá björgunarsveitum þar sem 25 verkefni voru leyst og á Suðurnesjum en þar voru björgunarsveitir kallaðar út 15 sinnum.

Nú hefur veður gengið nokkuð niður á suðvesturhluta landsins en það er enn slæmt á Norðaustur- og Austurlandi og búast má við að veður gangi ekki niður þar fyrr en seint í kvöld.

Suðvestanlands má búast við að hvessi aftur með suðvestanátt síðar í kvöld.

Viðbragðsaðilar fylgjast áfram grannt með framvindu veðursins og eru tilbúnir til aðgerða ef þörf er

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×