Þéttur pakki í enska á morgun Elvar Geir Magnússon skrifar 25. desember 2007 19:15 Hilario verður líklega í marki Chelsea. Átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni á morgun, annan dag jóla. Aðeins Manchester City og Blackburn leika ekki á morgun en þau lið eigast við á fimmtudaginn. Við skulum líta á leiki morgundagsins: 13:00 Chelsea - Aston Villa Líklegt er að þriðji markvörður Chelsea, Hilario, standi milli stangana en Petr Cech og Carlo Cudicini eiga báðir við meiðsli að stríða. Búast má við hörkuleik enda hefur Aston Villa leikið virkilega vel stóran hluta af tímabilinu hingað til. Aston Villa vann fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu. „Það yrði hreint frábært að ná fullu húsi gegn Chelsea á tímabilinu. Það verður erfitt en er vel mögulegt. Við lærðum það í fyrri leiknum að við getum vel unnið og ættum að vera fullir sjálfstrausts," sagði Martin O´Neill, stjóri Villa. 13:00 Tottenham - FulhamTottenham leikur sinn annan Lundúnaslag í röð. Eftir tap um síðustu helgi gegn Arsenal er nú komið að því að mæta Fulham. Möguleiki er á því að Ledley King verði óvænt leikfær fyrir þennan leik en Anthony Gardner, Gareth Bale og Didier Zokora verða klárlega ekki með. Darren Bent, Ricardo Rocha, Jermaine Jenas og Michael Dawson eru allir tæpir. Hjá Fulham er varnarmaðurinn Elliot Omozusi spurningamerki en Brian McBride og Jimmy Bullard eru enn á meiðslalistanum. Nordic photos/AFP 13:00 West Ham - ReadingAnsi athyglisverður leikur í augum Íslendinga. Ívar Ingimarsson fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína um síðustu helgi en þá skoraði hann annað af mörkum Reading í sigri á Sunderland. Brynjar Björn Gunnarsson er tæpur fyrir leikinn á morgun vegna meiðsla. Sóknarmaðurinn Carlton Cole snýr aftur í lið West Ham eftir að hafa tekið út leikbann um síðustu helgi. Þó er líklegt að Dean Ashton og Henri Camara muni halda sæti sínu í framlínunni. 15:00 Derby - Liverpool Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er raunsær fyrir þennan leik og segir að ef Liverpool spili vel þá eigi sínir menn einfaldlega ekki möguleika. Þetta verður erfitt verkefni fyrir botnlið Derby sem tapaði fyrri leiknum gegn Liverpool 6-0 á Anfield. Búist er við að Rafael Benítez muni gera breytingar á sínu liði og hvíla menn fyrir erfiða viðureign geng Manchester City næstu helgi. Ryan Babel, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Lucas og Jack Hobbs gætu allir komið inn í byrjunarliðið. 15:00 Sunderland - Manchester United Roy Keane stýrir Sunderland gegn sínu gamla félagi og segir að hans gömlu vinir fái enga gestrisni á Stadium of Light. Michael Chopra er tæpur fyrir leikinn og þá er ljóst að Liam Miller leikur ekki en hann er enn í leikbanni. Park Ji-sung gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United í fyrsta sinn síðan í mars. Það er hinsvegar ljóst að markvörðurinn Edwin van der Sar leikur ekki. Rio Ferdinand og Owen Hargreaves ættu að vera orðnir leikfærir á ný. 15:00 Birmingham - MiddlesbroughSex stiga leikur en bæði þessi lið eru rétt fyrir ofan kjallarann. Liam Ridgewell kemur aftur inn í lið heimamanna eftir að hafa tekið út leikbann. Líklegt er að Mikael Forssell verði frammi með Cameron Jerome. Hjá Middlesbrough er varnarmaðurinn Jonathan Woodgate tæpur en hann hefur þurft að fara af velli vegna krampa í þremur af fjórum síðustu leikjum liðsins. Fabio Rochemback snýr hinsvegar aftur eftir leikbann. 15:00 Everton - BoltonEverton lék vel gegn Manchester United um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt úr leiknum. Þeir vona að Mikel Arteta verði orðinn leikfær á morgun en hann missti af leiknum á Old Trafford og þar munar um minna. Gary Megson er líklegur til að tefla fram óbreyttu liði frá leiknum gegn Birmingham um síðustu helgi. 15:00 Wigan - NewcastleStuðningsmenn Newcastle eru ekki sáttir við að liðið náði aðeins einu stigi gegn Sunderland um síðustu helgi og heimta að fá þrjú gegn Wigan. Líkur eru á því að sóknarmaðurinn Michael Owen snúi aftur í leikmannahóp Newcastle fyrir þennan leik. Þá gæti Damien Duff verið í byrjunarliðinu. Hjá heimamönnum snýr Mario Melchiot aftur eftir leikbann og þá er vonast til þess að sóknarmaðurinn Emile Heskey geti leikið. 19:45 Portsmouth - ArsenalUm kvöldið verður síðan leikur Portsmouth og Arsenal. Topplið Arsenal getur ekki vænst því að fá neinar jólagjafir á Fratton Park. Robin van Persie gæti komið inn í byrjunarlið Arsenal en hann var hvíldur gegn Tottenham. Noe Parmarot gat ekki spilað með Portsmouth gegn Liverpool en þessi varnarmaður ætti að vera tilbúinn í þennan leik. Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni á morgun, annan dag jóla. Aðeins Manchester City og Blackburn leika ekki á morgun en þau lið eigast við á fimmtudaginn. Við skulum líta á leiki morgundagsins: 13:00 Chelsea - Aston Villa Líklegt er að þriðji markvörður Chelsea, Hilario, standi milli stangana en Petr Cech og Carlo Cudicini eiga báðir við meiðsli að stríða. Búast má við hörkuleik enda hefur Aston Villa leikið virkilega vel stóran hluta af tímabilinu hingað til. Aston Villa vann fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu. „Það yrði hreint frábært að ná fullu húsi gegn Chelsea á tímabilinu. Það verður erfitt en er vel mögulegt. Við lærðum það í fyrri leiknum að við getum vel unnið og ættum að vera fullir sjálfstrausts," sagði Martin O´Neill, stjóri Villa. 13:00 Tottenham - FulhamTottenham leikur sinn annan Lundúnaslag í röð. Eftir tap um síðustu helgi gegn Arsenal er nú komið að því að mæta Fulham. Möguleiki er á því að Ledley King verði óvænt leikfær fyrir þennan leik en Anthony Gardner, Gareth Bale og Didier Zokora verða klárlega ekki með. Darren Bent, Ricardo Rocha, Jermaine Jenas og Michael Dawson eru allir tæpir. Hjá Fulham er varnarmaðurinn Elliot Omozusi spurningamerki en Brian McBride og Jimmy Bullard eru enn á meiðslalistanum. Nordic photos/AFP 13:00 West Ham - ReadingAnsi athyglisverður leikur í augum Íslendinga. Ívar Ingimarsson fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína um síðustu helgi en þá skoraði hann annað af mörkum Reading í sigri á Sunderland. Brynjar Björn Gunnarsson er tæpur fyrir leikinn á morgun vegna meiðsla. Sóknarmaðurinn Carlton Cole snýr aftur í lið West Ham eftir að hafa tekið út leikbann um síðustu helgi. Þó er líklegt að Dean Ashton og Henri Camara muni halda sæti sínu í framlínunni. 15:00 Derby - Liverpool Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er raunsær fyrir þennan leik og segir að ef Liverpool spili vel þá eigi sínir menn einfaldlega ekki möguleika. Þetta verður erfitt verkefni fyrir botnlið Derby sem tapaði fyrri leiknum gegn Liverpool 6-0 á Anfield. Búist er við að Rafael Benítez muni gera breytingar á sínu liði og hvíla menn fyrir erfiða viðureign geng Manchester City næstu helgi. Ryan Babel, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Lucas og Jack Hobbs gætu allir komið inn í byrjunarliðið. 15:00 Sunderland - Manchester United Roy Keane stýrir Sunderland gegn sínu gamla félagi og segir að hans gömlu vinir fái enga gestrisni á Stadium of Light. Michael Chopra er tæpur fyrir leikinn og þá er ljóst að Liam Miller leikur ekki en hann er enn í leikbanni. Park Ji-sung gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United í fyrsta sinn síðan í mars. Það er hinsvegar ljóst að markvörðurinn Edwin van der Sar leikur ekki. Rio Ferdinand og Owen Hargreaves ættu að vera orðnir leikfærir á ný. 15:00 Birmingham - MiddlesbroughSex stiga leikur en bæði þessi lið eru rétt fyrir ofan kjallarann. Liam Ridgewell kemur aftur inn í lið heimamanna eftir að hafa tekið út leikbann. Líklegt er að Mikael Forssell verði frammi með Cameron Jerome. Hjá Middlesbrough er varnarmaðurinn Jonathan Woodgate tæpur en hann hefur þurft að fara af velli vegna krampa í þremur af fjórum síðustu leikjum liðsins. Fabio Rochemback snýr hinsvegar aftur eftir leikbann. 15:00 Everton - BoltonEverton lék vel gegn Manchester United um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt úr leiknum. Þeir vona að Mikel Arteta verði orðinn leikfær á morgun en hann missti af leiknum á Old Trafford og þar munar um minna. Gary Megson er líklegur til að tefla fram óbreyttu liði frá leiknum gegn Birmingham um síðustu helgi. 15:00 Wigan - NewcastleStuðningsmenn Newcastle eru ekki sáttir við að liðið náði aðeins einu stigi gegn Sunderland um síðustu helgi og heimta að fá þrjú gegn Wigan. Líkur eru á því að sóknarmaðurinn Michael Owen snúi aftur í leikmannahóp Newcastle fyrir þennan leik. Þá gæti Damien Duff verið í byrjunarliðinu. Hjá heimamönnum snýr Mario Melchiot aftur eftir leikbann og þá er vonast til þess að sóknarmaðurinn Emile Heskey geti leikið. 19:45 Portsmouth - ArsenalUm kvöldið verður síðan leikur Portsmouth og Arsenal. Topplið Arsenal getur ekki vænst því að fá neinar jólagjafir á Fratton Park. Robin van Persie gæti komið inn í byrjunarlið Arsenal en hann var hvíldur gegn Tottenham. Noe Parmarot gat ekki spilað með Portsmouth gegn Liverpool en þessi varnarmaður ætti að vera tilbúinn í þennan leik.
Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn