Þéttur pakki í enska á morgun Elvar Geir Magnússon skrifar 25. desember 2007 19:15 Hilario verður líklega í marki Chelsea. Átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni á morgun, annan dag jóla. Aðeins Manchester City og Blackburn leika ekki á morgun en þau lið eigast við á fimmtudaginn. Við skulum líta á leiki morgundagsins: 13:00 Chelsea - Aston Villa Líklegt er að þriðji markvörður Chelsea, Hilario, standi milli stangana en Petr Cech og Carlo Cudicini eiga báðir við meiðsli að stríða. Búast má við hörkuleik enda hefur Aston Villa leikið virkilega vel stóran hluta af tímabilinu hingað til. Aston Villa vann fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu. „Það yrði hreint frábært að ná fullu húsi gegn Chelsea á tímabilinu. Það verður erfitt en er vel mögulegt. Við lærðum það í fyrri leiknum að við getum vel unnið og ættum að vera fullir sjálfstrausts," sagði Martin O´Neill, stjóri Villa. 13:00 Tottenham - FulhamTottenham leikur sinn annan Lundúnaslag í röð. Eftir tap um síðustu helgi gegn Arsenal er nú komið að því að mæta Fulham. Möguleiki er á því að Ledley King verði óvænt leikfær fyrir þennan leik en Anthony Gardner, Gareth Bale og Didier Zokora verða klárlega ekki með. Darren Bent, Ricardo Rocha, Jermaine Jenas og Michael Dawson eru allir tæpir. Hjá Fulham er varnarmaðurinn Elliot Omozusi spurningamerki en Brian McBride og Jimmy Bullard eru enn á meiðslalistanum. Nordic photos/AFP 13:00 West Ham - ReadingAnsi athyglisverður leikur í augum Íslendinga. Ívar Ingimarsson fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína um síðustu helgi en þá skoraði hann annað af mörkum Reading í sigri á Sunderland. Brynjar Björn Gunnarsson er tæpur fyrir leikinn á morgun vegna meiðsla. Sóknarmaðurinn Carlton Cole snýr aftur í lið West Ham eftir að hafa tekið út leikbann um síðustu helgi. Þó er líklegt að Dean Ashton og Henri Camara muni halda sæti sínu í framlínunni. 15:00 Derby - Liverpool Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er raunsær fyrir þennan leik og segir að ef Liverpool spili vel þá eigi sínir menn einfaldlega ekki möguleika. Þetta verður erfitt verkefni fyrir botnlið Derby sem tapaði fyrri leiknum gegn Liverpool 6-0 á Anfield. Búist er við að Rafael Benítez muni gera breytingar á sínu liði og hvíla menn fyrir erfiða viðureign geng Manchester City næstu helgi. Ryan Babel, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Lucas og Jack Hobbs gætu allir komið inn í byrjunarliðið. 15:00 Sunderland - Manchester United Roy Keane stýrir Sunderland gegn sínu gamla félagi og segir að hans gömlu vinir fái enga gestrisni á Stadium of Light. Michael Chopra er tæpur fyrir leikinn og þá er ljóst að Liam Miller leikur ekki en hann er enn í leikbanni. Park Ji-sung gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United í fyrsta sinn síðan í mars. Það er hinsvegar ljóst að markvörðurinn Edwin van der Sar leikur ekki. Rio Ferdinand og Owen Hargreaves ættu að vera orðnir leikfærir á ný. 15:00 Birmingham - MiddlesbroughSex stiga leikur en bæði þessi lið eru rétt fyrir ofan kjallarann. Liam Ridgewell kemur aftur inn í lið heimamanna eftir að hafa tekið út leikbann. Líklegt er að Mikael Forssell verði frammi með Cameron Jerome. Hjá Middlesbrough er varnarmaðurinn Jonathan Woodgate tæpur en hann hefur þurft að fara af velli vegna krampa í þremur af fjórum síðustu leikjum liðsins. Fabio Rochemback snýr hinsvegar aftur eftir leikbann. 15:00 Everton - BoltonEverton lék vel gegn Manchester United um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt úr leiknum. Þeir vona að Mikel Arteta verði orðinn leikfær á morgun en hann missti af leiknum á Old Trafford og þar munar um minna. Gary Megson er líklegur til að tefla fram óbreyttu liði frá leiknum gegn Birmingham um síðustu helgi. 15:00 Wigan - NewcastleStuðningsmenn Newcastle eru ekki sáttir við að liðið náði aðeins einu stigi gegn Sunderland um síðustu helgi og heimta að fá þrjú gegn Wigan. Líkur eru á því að sóknarmaðurinn Michael Owen snúi aftur í leikmannahóp Newcastle fyrir þennan leik. Þá gæti Damien Duff verið í byrjunarliðinu. Hjá heimamönnum snýr Mario Melchiot aftur eftir leikbann og þá er vonast til þess að sóknarmaðurinn Emile Heskey geti leikið. 19:45 Portsmouth - ArsenalUm kvöldið verður síðan leikur Portsmouth og Arsenal. Topplið Arsenal getur ekki vænst því að fá neinar jólagjafir á Fratton Park. Robin van Persie gæti komið inn í byrjunarlið Arsenal en hann var hvíldur gegn Tottenham. Noe Parmarot gat ekki spilað með Portsmouth gegn Liverpool en þessi varnarmaður ætti að vera tilbúinn í þennan leik. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni á morgun, annan dag jóla. Aðeins Manchester City og Blackburn leika ekki á morgun en þau lið eigast við á fimmtudaginn. Við skulum líta á leiki morgundagsins: 13:00 Chelsea - Aston Villa Líklegt er að þriðji markvörður Chelsea, Hilario, standi milli stangana en Petr Cech og Carlo Cudicini eiga báðir við meiðsli að stríða. Búast má við hörkuleik enda hefur Aston Villa leikið virkilega vel stóran hluta af tímabilinu hingað til. Aston Villa vann fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu. „Það yrði hreint frábært að ná fullu húsi gegn Chelsea á tímabilinu. Það verður erfitt en er vel mögulegt. Við lærðum það í fyrri leiknum að við getum vel unnið og ættum að vera fullir sjálfstrausts," sagði Martin O´Neill, stjóri Villa. 13:00 Tottenham - FulhamTottenham leikur sinn annan Lundúnaslag í röð. Eftir tap um síðustu helgi gegn Arsenal er nú komið að því að mæta Fulham. Möguleiki er á því að Ledley King verði óvænt leikfær fyrir þennan leik en Anthony Gardner, Gareth Bale og Didier Zokora verða klárlega ekki með. Darren Bent, Ricardo Rocha, Jermaine Jenas og Michael Dawson eru allir tæpir. Hjá Fulham er varnarmaðurinn Elliot Omozusi spurningamerki en Brian McBride og Jimmy Bullard eru enn á meiðslalistanum. Nordic photos/AFP 13:00 West Ham - ReadingAnsi athyglisverður leikur í augum Íslendinga. Ívar Ingimarsson fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína um síðustu helgi en þá skoraði hann annað af mörkum Reading í sigri á Sunderland. Brynjar Björn Gunnarsson er tæpur fyrir leikinn á morgun vegna meiðsla. Sóknarmaðurinn Carlton Cole snýr aftur í lið West Ham eftir að hafa tekið út leikbann um síðustu helgi. Þó er líklegt að Dean Ashton og Henri Camara muni halda sæti sínu í framlínunni. 15:00 Derby - Liverpool Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er raunsær fyrir þennan leik og segir að ef Liverpool spili vel þá eigi sínir menn einfaldlega ekki möguleika. Þetta verður erfitt verkefni fyrir botnlið Derby sem tapaði fyrri leiknum gegn Liverpool 6-0 á Anfield. Búist er við að Rafael Benítez muni gera breytingar á sínu liði og hvíla menn fyrir erfiða viðureign geng Manchester City næstu helgi. Ryan Babel, Andriy Voronin, Fabio Aurelio, Lucas og Jack Hobbs gætu allir komið inn í byrjunarliðið. 15:00 Sunderland - Manchester United Roy Keane stýrir Sunderland gegn sínu gamla félagi og segir að hans gömlu vinir fái enga gestrisni á Stadium of Light. Michael Chopra er tæpur fyrir leikinn og þá er ljóst að Liam Miller leikur ekki en hann er enn í leikbanni. Park Ji-sung gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United í fyrsta sinn síðan í mars. Það er hinsvegar ljóst að markvörðurinn Edwin van der Sar leikur ekki. Rio Ferdinand og Owen Hargreaves ættu að vera orðnir leikfærir á ný. 15:00 Birmingham - MiddlesbroughSex stiga leikur en bæði þessi lið eru rétt fyrir ofan kjallarann. Liam Ridgewell kemur aftur inn í lið heimamanna eftir að hafa tekið út leikbann. Líklegt er að Mikael Forssell verði frammi með Cameron Jerome. Hjá Middlesbrough er varnarmaðurinn Jonathan Woodgate tæpur en hann hefur þurft að fara af velli vegna krampa í þremur af fjórum síðustu leikjum liðsins. Fabio Rochemback snýr hinsvegar aftur eftir leikbann. 15:00 Everton - BoltonEverton lék vel gegn Manchester United um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt úr leiknum. Þeir vona að Mikel Arteta verði orðinn leikfær á morgun en hann missti af leiknum á Old Trafford og þar munar um minna. Gary Megson er líklegur til að tefla fram óbreyttu liði frá leiknum gegn Birmingham um síðustu helgi. 15:00 Wigan - NewcastleStuðningsmenn Newcastle eru ekki sáttir við að liðið náði aðeins einu stigi gegn Sunderland um síðustu helgi og heimta að fá þrjú gegn Wigan. Líkur eru á því að sóknarmaðurinn Michael Owen snúi aftur í leikmannahóp Newcastle fyrir þennan leik. Þá gæti Damien Duff verið í byrjunarliðinu. Hjá heimamönnum snýr Mario Melchiot aftur eftir leikbann og þá er vonast til þess að sóknarmaðurinn Emile Heskey geti leikið. 19:45 Portsmouth - ArsenalUm kvöldið verður síðan leikur Portsmouth og Arsenal. Topplið Arsenal getur ekki vænst því að fá neinar jólagjafir á Fratton Park. Robin van Persie gæti komið inn í byrjunarlið Arsenal en hann var hvíldur gegn Tottenham. Noe Parmarot gat ekki spilað með Portsmouth gegn Liverpool en þessi varnarmaður ætti að vera tilbúinn í þennan leik.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira