Enski boltinn

Undirbúa heiðursleik fyrir Solskjær

NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að Manchester United sé að skoða að spila sérstakan heiðursleik fyrir norska framherjann Ole Gunnar Solskjær næsta sumar.

Solskjær lagði skóna á hilluna fyrir nokkru og er nú í þjálfarateymi Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Ekki hefur verið staðfest hvenær leikurinn fer fram eða hver mótherjinn verður, en hugmyndir eru sagðar uppi um að fá Bayern Munchen til að taka þátt í leiknum.

Það var einmitt á móti Bayern Munchen sem Ole Gunnar stimplaði sig endanlega inn í knattspyrnusöguna þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999.

Solskjær skoraði 126 mörk fyrir United í 366 leikjum eftir að hann kom til liðsins frá Molde í heimalandinu árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×