Innlent

Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að leggja eld að parhúsi

Andri Ólafsson skrifar

Guðmundur Freyr Magnússon, 27 ára Reykvíkingur, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt.

Kona og tvö börn voru sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundur lagði eld að húsinu. Það varð þeim til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Þetta var í janúar á þessu ári.

Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þetta átti sér stað í september í fyrra.

Þá var Guðmundur einnig dæmdur fyrir að hafa svikið út fé með stolnu kreditkorti, ekið ölvaður og að hafa haft fíkniefni í fórum sínum.

Guðmundur hefur síðan hann var 16 ára sjö sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir fíkniefnabrot, tollalagabrot, lyfsölulagabrot og skotvopnalagabrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×