Innlent

Páll Winkel nýr fangelsismálastjóri

MYND/Heiða

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Páll tekur við embættinu af Valtý Sigurðssyni sem skipaður var í embætti ríkissaksóknara á dögunum. Þrír sóttu um embætti fangelsismálastjóra, Páll, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, og Halldór Frímannsson, lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkurborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×