Innlent

Gistinóttum fjölgar um 13 prósent milli ára

MYND/Páll Bergmann

Gistinóttum á hótelum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um 13 prósent á milli ára eftir því sem segir á vef Hagstofunnar.

Gistnæturnar voru tæplega 1200 þúsund frá janúar til loka október á þessu ári en en voru rúmlega ein milljón á sama tíma í fyrra. Fjölgun varð á öllum landsvæðum, mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 15 prósent, og á Norðurlandi, eða 13 prósent.

Þegar aðeins er horft til októbermánaðar fjölgaði gisinóttum á hótelum um ellefu prósent milli ára, úr 98 þúsund í 108 þúsund. Hlutfallslega varð fjölgun mest á höfuðborgarsvæðinu en þar nam hún rúmum 16 prósentum í október. Samdráttur í gistnóttum varð hins vegar mestur á Austurlandi, eða um 41 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.