Innlent

Heimsviðburður við Vesturlandsveg

Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun.

Við sama tækifæri verða tíu vetnisbílar afhentir þremur fyrirtækjum, sem fest hafa kaup á breyttum Toyota Prius bílum. Þeirra á meðal er bílaleigan Hertz. Atburðurinn er tímamótaviðburður á alþjóðlega vísu í vetnisvæðingu heimsins af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er þessi Vetnisstöð sú fyrsta í heiminum sem almenningur hefur aðgang að með sama hætti og hefðbundinni eldsneytisstöð. Einnig mun bílaleigan Hertz bjóða bíla sína til leigu til viðskiptavina og bílaleigan sú fyrsta í heiminum sem gerir það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×