„Við munum leita réttar okkar“ 19. nóvember 2007 23:10 Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, ætlar að berjast fyrir því að lögbanninu á síðu hans verði aflétt. Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira