Milljóna tjón af völdum hraðahindrana 8. nóvember 2007 17:15 Hraðahindranir kosta strætó milljónir á ári hverju. MYND/VG Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. „Þessir vagnar eru ekki byggðir til þess að keyra yfir ójafnt landslag," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í samtali við Vísi. „Það gerist nokkrum sinnum á ári að vagnar skemmast illa vegna hraðahindrana og árlegt tjón hleypur á milljónum." Reynir segir vandamálið ekki að strætisvögnum sé ekið of hratt yfir hindranirnar. „Vagnarnir eru lágir til þess að fólk eigi auðvelt með að stíga inn. Þetta þýðir ennfremur að vagnarnir rekast gjarnan niður í götuna þegar þeir keyra yfir hraðahindranir. Á þessu ári hafa þrír gírkassar eyðilagst á leið 28 í Kópavogi en þar þarf vagnstjóri að keyra yfir 58 hraðahindranir á hverjum klukkutíma. Það jafngildir að vagninn fari yfir 10 þúsund hraðahindranir í hverjum mánuði. Hver viðgerð á gírkassa kostar okkur um eina milljón króna." Reynir segist hafa fullan skilning á því að leita þurfi leiða til að draga úr umferðarhraða í íbúðahverfum. Hins vegar séu hraðahindranir ekki eina lausnin. „Þrengingar á götum hafa gefið góða raun og þá má einnig koma upp hraðamyndavélum." Guðbjartur Sigfússon, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgaryfirvöld vita af vandamálinu. Í sumar hafi nokkrar hraðahindranir við Rofabæ verið fjarlægðar að ósk Strætó bs. Reynslan hafi hins vegar sýnt að hraðahindranir dugi best til að draga úr umferðarhraða. „Við höfum reynt að forðast að setja hraðahindranir á strætisvagnaleiðir. Hins vegar fáum við margar beiðnir á hverju ári frá foreldrum og íbúasamtökum um að koma upp hraðahindrunum í hverfum." Borgaryfirvöld og Strætó bs. funda um málið á næstu dögum. „Við munum reyna að finna lausn á þessu," sagði Guðbjartur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. „Þessir vagnar eru ekki byggðir til þess að keyra yfir ójafnt landslag," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í samtali við Vísi. „Það gerist nokkrum sinnum á ári að vagnar skemmast illa vegna hraðahindrana og árlegt tjón hleypur á milljónum." Reynir segir vandamálið ekki að strætisvögnum sé ekið of hratt yfir hindranirnar. „Vagnarnir eru lágir til þess að fólk eigi auðvelt með að stíga inn. Þetta þýðir ennfremur að vagnarnir rekast gjarnan niður í götuna þegar þeir keyra yfir hraðahindranir. Á þessu ári hafa þrír gírkassar eyðilagst á leið 28 í Kópavogi en þar þarf vagnstjóri að keyra yfir 58 hraðahindranir á hverjum klukkutíma. Það jafngildir að vagninn fari yfir 10 þúsund hraðahindranir í hverjum mánuði. Hver viðgerð á gírkassa kostar okkur um eina milljón króna." Reynir segist hafa fullan skilning á því að leita þurfi leiða til að draga úr umferðarhraða í íbúðahverfum. Hins vegar séu hraðahindranir ekki eina lausnin. „Þrengingar á götum hafa gefið góða raun og þá má einnig koma upp hraðamyndavélum." Guðbjartur Sigfússon, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgaryfirvöld vita af vandamálinu. Í sumar hafi nokkrar hraðahindranir við Rofabæ verið fjarlægðar að ósk Strætó bs. Reynslan hafi hins vegar sýnt að hraðahindranir dugi best til að draga úr umferðarhraða. „Við höfum reynt að forðast að setja hraðahindranir á strætisvagnaleiðir. Hins vegar fáum við margar beiðnir á hverju ári frá foreldrum og íbúasamtökum um að koma upp hraðahindrunum í hverfum." Borgaryfirvöld og Strætó bs. funda um málið á næstu dögum. „Við munum reyna að finna lausn á þessu," sagði Guðbjartur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira