Milljóna tjón af völdum hraðahindrana 8. nóvember 2007 17:15 Hraðahindranir kosta strætó milljónir á ári hverju. MYND/VG Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. „Þessir vagnar eru ekki byggðir til þess að keyra yfir ójafnt landslag," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í samtali við Vísi. „Það gerist nokkrum sinnum á ári að vagnar skemmast illa vegna hraðahindrana og árlegt tjón hleypur á milljónum." Reynir segir vandamálið ekki að strætisvögnum sé ekið of hratt yfir hindranirnar. „Vagnarnir eru lágir til þess að fólk eigi auðvelt með að stíga inn. Þetta þýðir ennfremur að vagnarnir rekast gjarnan niður í götuna þegar þeir keyra yfir hraðahindranir. Á þessu ári hafa þrír gírkassar eyðilagst á leið 28 í Kópavogi en þar þarf vagnstjóri að keyra yfir 58 hraðahindranir á hverjum klukkutíma. Það jafngildir að vagninn fari yfir 10 þúsund hraðahindranir í hverjum mánuði. Hver viðgerð á gírkassa kostar okkur um eina milljón króna." Reynir segist hafa fullan skilning á því að leita þurfi leiða til að draga úr umferðarhraða í íbúðahverfum. Hins vegar séu hraðahindranir ekki eina lausnin. „Þrengingar á götum hafa gefið góða raun og þá má einnig koma upp hraðamyndavélum." Guðbjartur Sigfússon, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgaryfirvöld vita af vandamálinu. Í sumar hafi nokkrar hraðahindranir við Rofabæ verið fjarlægðar að ósk Strætó bs. Reynslan hafi hins vegar sýnt að hraðahindranir dugi best til að draga úr umferðarhraða. „Við höfum reynt að forðast að setja hraðahindranir á strætisvagnaleiðir. Hins vegar fáum við margar beiðnir á hverju ári frá foreldrum og íbúasamtökum um að koma upp hraðahindrunum í hverfum." Borgaryfirvöld og Strætó bs. funda um málið á næstu dögum. „Við munum reyna að finna lausn á þessu," sagði Guðbjartur. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. „Þessir vagnar eru ekki byggðir til þess að keyra yfir ójafnt landslag," sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í samtali við Vísi. „Það gerist nokkrum sinnum á ári að vagnar skemmast illa vegna hraðahindrana og árlegt tjón hleypur á milljónum." Reynir segir vandamálið ekki að strætisvögnum sé ekið of hratt yfir hindranirnar. „Vagnarnir eru lágir til þess að fólk eigi auðvelt með að stíga inn. Þetta þýðir ennfremur að vagnarnir rekast gjarnan niður í götuna þegar þeir keyra yfir hraðahindranir. Á þessu ári hafa þrír gírkassar eyðilagst á leið 28 í Kópavogi en þar þarf vagnstjóri að keyra yfir 58 hraðahindranir á hverjum klukkutíma. Það jafngildir að vagninn fari yfir 10 þúsund hraðahindranir í hverjum mánuði. Hver viðgerð á gírkassa kostar okkur um eina milljón króna." Reynir segist hafa fullan skilning á því að leita þurfi leiða til að draga úr umferðarhraða í íbúðahverfum. Hins vegar séu hraðahindranir ekki eina lausnin. „Þrengingar á götum hafa gefið góða raun og þá má einnig koma upp hraðamyndavélum." Guðbjartur Sigfússon, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgaryfirvöld vita af vandamálinu. Í sumar hafi nokkrar hraðahindranir við Rofabæ verið fjarlægðar að ósk Strætó bs. Reynslan hafi hins vegar sýnt að hraðahindranir dugi best til að draga úr umferðarhraða. „Við höfum reynt að forðast að setja hraðahindranir á strætisvagnaleiðir. Hins vegar fáum við margar beiðnir á hverju ári frá foreldrum og íbúasamtökum um að koma upp hraðahindrunum í hverfum." Borgaryfirvöld og Strætó bs. funda um málið á næstu dögum. „Við munum reyna að finna lausn á þessu," sagði Guðbjartur.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira