Björgólfsfeðgar vilja Fáfnismenn úr sínum húsum Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2007 12:50 Björgólfur Guðmundsson á húsið sem lögregla réðst inn í í gær. Hann vill ekki ólöglega starfsemi í sínum húsum. Klúbbhús mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, sem sérsveit lögreglu réðst inn í í gær, er í eigu eignarhaldsfélagsins Vatns og lands. Vatn og Land er í eigu Samson Properties sem aftur er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fáfnismenn greiða mánaðarlega leigu af klúbbhúsinu sem rennur í vasa feðganna. Nágrannar Fáfnismanna, sem Vísir hefur rætt við í dag, er fyrir löngu orðnir þreyttir á því ónæði sem þeir segja að sé af starfsemi Fáfnismanna í klúbbhúsinu sem stendur við horn Frakkastígs og Hverfisgötu. Þeir segja að þar sé vafasöm starfsemi stunduð og gruna að þar fari fram fíkniefnaviðskipti. Ásgeir Friðgeirsson, ráðgjafi Björgólfsfeðga, staðfestir að þeir séu eigendur að klúbbhúsinu, sem sérsveit lögreglu réðst inn í í gær, en tekur fram að leigusamningur Samson Properties við Fáfnismenn hafi fylgt í kaupum á fasteignum og lóðum á svæðinu. „Við erfðum þennan leigusamning frá fyrri eigendum," segir Ásgeir. Aðspurður hví leigusamningnum hafi ekki verið sagt upp við Fáfnismenn, þegar gengið var frá kaupunum svarar Ásgeir að upplýsingar um vafasöm viðskipti Fáfnismanna hafi einfaldlega ekki borist feðgunum til eyrna. Hann segir atburði gærdagsins hafa opnað augu manna fyrir því að nauðsyn sé að endurskoða leigusamninga Samson við Fáfnismenn. „Við unum því ekki að ölögleg stafsemi sé stunduð í húsum Samson Properties," segir Ásgeir, en á meðal þess sem lögregla fann í húsnæðinu voru fíkniefni og vopn. Ásgeir bætir því við að málið sé litið afar alvarlegum augum og skoðað verði hvort hægt sé að rifta leigusamningi við Fáfni. Húsleit lögreglu í gær náðist á myndband. Hægt er að sjá það hér. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Klúbbhús mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, sem sérsveit lögreglu réðst inn í í gær, er í eigu eignarhaldsfélagsins Vatns og lands. Vatn og Land er í eigu Samson Properties sem aftur er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fáfnismenn greiða mánaðarlega leigu af klúbbhúsinu sem rennur í vasa feðganna. Nágrannar Fáfnismanna, sem Vísir hefur rætt við í dag, er fyrir löngu orðnir þreyttir á því ónæði sem þeir segja að sé af starfsemi Fáfnismanna í klúbbhúsinu sem stendur við horn Frakkastígs og Hverfisgötu. Þeir segja að þar sé vafasöm starfsemi stunduð og gruna að þar fari fram fíkniefnaviðskipti. Ásgeir Friðgeirsson, ráðgjafi Björgólfsfeðga, staðfestir að þeir séu eigendur að klúbbhúsinu, sem sérsveit lögreglu réðst inn í í gær, en tekur fram að leigusamningur Samson Properties við Fáfnismenn hafi fylgt í kaupum á fasteignum og lóðum á svæðinu. „Við erfðum þennan leigusamning frá fyrri eigendum," segir Ásgeir. Aðspurður hví leigusamningnum hafi ekki verið sagt upp við Fáfnismenn, þegar gengið var frá kaupunum svarar Ásgeir að upplýsingar um vafasöm viðskipti Fáfnismanna hafi einfaldlega ekki borist feðgunum til eyrna. Hann segir atburði gærdagsins hafa opnað augu manna fyrir því að nauðsyn sé að endurskoða leigusamninga Samson við Fáfnismenn. „Við unum því ekki að ölögleg stafsemi sé stunduð í húsum Samson Properties," segir Ásgeir, en á meðal þess sem lögregla fann í húsnæðinu voru fíkniefni og vopn. Ásgeir bætir því við að málið sé litið afar alvarlegum augum og skoðað verði hvort hægt sé að rifta leigusamningi við Fáfni. Húsleit lögreglu í gær náðist á myndband. Hægt er að sjá það hér.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira