Yfirlýsing vegna fréttar um Tívolílóð 20. október 2007 04:00 Í tilefni af umfjöllun í Fréttablaðinu um svonefnda Tívolílóð að undanförnu teljum við rétt að fram komi eftirfarandi: Ármenn ehf. keyptu byggingarrétt á lóð nr. 24 við Austurmörk í Hveragerði samkvæmt samningi 24. október 2005. Byggingarrétturinn var síðan framseldur til Hraunprýðis ehf., fyrirtækis í okkar eigu, þann 2. nóvember 2005, ásamt tveimur lóðum við Sunnumörk 1 og Grænumörk 1a í Hveragerði, sem voru í eigu Ármanna ehf. Viðkomandi skjal ber yfirskriftina “Framsal”, þar sem viðkomandi eignir eru tilteknar, þ.e. byggingarrétturinn samkvæmt samningnum við Hveragerðisbæ, og lóðirnar tvær. Þegar skjalið var afhent til þinglýsingar óskaði þinglýsingastjóri eftir því að fastanúmer þeirrar fasteignar, sem byggingarétturinn tilheyrði, yrði skráð til nánari skýringar. Það var gert og skjalinu síðan þinglýst. Hér var ekki með nokkrum hætti verið að breyta efnisinnihaldi skjalsins heldur einungis tilgreint fastanúmer til skýringar að beiðni þinglýsingastjóra. Við seldum síðan hluti okkar í einkahlutafélaginu Hraunprýði samkvæmt kaupsamningi 3. febrúar 2006 og voru þá taldir upp þær eignir, sem félagið átti, þ.e. lóðirnar Sunnumörk 1, Grænumörk 2a og byggingarréttur samkvæmt samningnum við Hveragerðisbæ frá 24. október 2005. Ekki var tilgreind lóðin að Austurmörk 24, enda félagið ekki handhafi lóðarréttinda heldur eigandi byggingarréttar á lóðinni. Hluti af greiðslu kaupverðs fólst í útgáfu veðskuldabréfa, þar sem veðsettar voru þessar sömu eignir. Þegar veðskuldabréfin voru afhent til þinglýsingar óskaði þinglýsingastjóri eftir tilgreiningu fastanúmers þeirrar eignar, sem byggingarrétturinn tilheyrði. Það var fært inn á skjalið, heiti lóðar og fastanúmer. Með því var alls ekki verið að veðsetja lóðina heldur einungis byggingarréttinn sem slíkan. Við höfðum engar heimildir til annars. Tilgreiningin var einungis gerð að ósk þinglýsingarstjóra og töldum við að það væri þá til skýringar á því hvaða eign umræddur byggingarréttur tilheyrði. Síðan bar svo við að skuldabréfin voru vanefnd og við fólum lögmanni okkar innheimtu þeirra. Hann óskaði eftir nauðungarsölu á lóðunum tveimur og byggingarréttinum. Síðar sendi hann nauðungarsölubeiðni vegna lóðarinnar að Austurmörk 24 skv. ábendingu sýslumanns. Við skiptum okkur ekki af þessu innheimtuferli sérstaklega. Síðan þegar nauðungarsala átti að fara fram kom í ljós að skjalinu frá 2. nóvember 2005, þar sem framseldur var einungis byggingarrétturinn á Austurmörk 24, hafði verið þinglýst sem afsali fyrir lóðinni að Austurmörk 24 til Hraunprýðis ehf. Það var augljóslega rangt og án okkar beiðni. Ekki var með nokkrum hætti hægt að túlka skjalið þannig. Þá hafði veðskuldabréfunum verið þinglýst á lóðina einnig en ekki einungis byggingarréttinn. Þegar þetta kom í ljós þá óskuðum við eftir því að lögmaður okkar myndi aflétta strax veðböndum okkar af lóðinni auk þess sem hann afturkallaði nauðungarsölubeiðnina fyrir lóðinni. Höfum við síðan falið honum að vinna að þessu máli í fullu samráði og samvinnu við lögmann Hveragerðisbæjar. Hvernig skráningu var háttað í fasteignabækur sýslumanns getum við ekki borið ábyrgð á. Það félag, sem við seldum, taldi einungis til réttinda yfir byggingarrétti en ekki viðkomandi lóðarréttindum. Það er ljóst af gögnum málsins. Við hörmum að umfjöllun um þetta mál hafi verið með þeim hætti sem verið hefur og að fyrrverandi bæjarstjóri skuli dreginn inn í það. Við höfum ekki áhuga á að elta ólar við þær yfirlýsingar, sem fallið hafa, enda ummælin væntanlega sögð í hita leiksins og pólitískum tilgangi. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Í tilefni af umfjöllun í Fréttablaðinu um svonefnda Tívolílóð að undanförnu teljum við rétt að fram komi eftirfarandi: Ármenn ehf. keyptu byggingarrétt á lóð nr. 24 við Austurmörk í Hveragerði samkvæmt samningi 24. október 2005. Byggingarrétturinn var síðan framseldur til Hraunprýðis ehf., fyrirtækis í okkar eigu, þann 2. nóvember 2005, ásamt tveimur lóðum við Sunnumörk 1 og Grænumörk 1a í Hveragerði, sem voru í eigu Ármanna ehf. Viðkomandi skjal ber yfirskriftina “Framsal”, þar sem viðkomandi eignir eru tilteknar, þ.e. byggingarrétturinn samkvæmt samningnum við Hveragerðisbæ, og lóðirnar tvær. Þegar skjalið var afhent til þinglýsingar óskaði þinglýsingastjóri eftir því að fastanúmer þeirrar fasteignar, sem byggingarétturinn tilheyrði, yrði skráð til nánari skýringar. Það var gert og skjalinu síðan þinglýst. Hér var ekki með nokkrum hætti verið að breyta efnisinnihaldi skjalsins heldur einungis tilgreint fastanúmer til skýringar að beiðni þinglýsingastjóra. Við seldum síðan hluti okkar í einkahlutafélaginu Hraunprýði samkvæmt kaupsamningi 3. febrúar 2006 og voru þá taldir upp þær eignir, sem félagið átti, þ.e. lóðirnar Sunnumörk 1, Grænumörk 2a og byggingarréttur samkvæmt samningnum við Hveragerðisbæ frá 24. október 2005. Ekki var tilgreind lóðin að Austurmörk 24, enda félagið ekki handhafi lóðarréttinda heldur eigandi byggingarréttar á lóðinni. Hluti af greiðslu kaupverðs fólst í útgáfu veðskuldabréfa, þar sem veðsettar voru þessar sömu eignir. Þegar veðskuldabréfin voru afhent til þinglýsingar óskaði þinglýsingastjóri eftir tilgreiningu fastanúmers þeirrar eignar, sem byggingarrétturinn tilheyrði. Það var fært inn á skjalið, heiti lóðar og fastanúmer. Með því var alls ekki verið að veðsetja lóðina heldur einungis byggingarréttinn sem slíkan. Við höfðum engar heimildir til annars. Tilgreiningin var einungis gerð að ósk þinglýsingarstjóra og töldum við að það væri þá til skýringar á því hvaða eign umræddur byggingarréttur tilheyrði. Síðan bar svo við að skuldabréfin voru vanefnd og við fólum lögmanni okkar innheimtu þeirra. Hann óskaði eftir nauðungarsölu á lóðunum tveimur og byggingarréttinum. Síðar sendi hann nauðungarsölubeiðni vegna lóðarinnar að Austurmörk 24 skv. ábendingu sýslumanns. Við skiptum okkur ekki af þessu innheimtuferli sérstaklega. Síðan þegar nauðungarsala átti að fara fram kom í ljós að skjalinu frá 2. nóvember 2005, þar sem framseldur var einungis byggingarrétturinn á Austurmörk 24, hafði verið þinglýst sem afsali fyrir lóðinni að Austurmörk 24 til Hraunprýðis ehf. Það var augljóslega rangt og án okkar beiðni. Ekki var með nokkrum hætti hægt að túlka skjalið þannig. Þá hafði veðskuldabréfunum verið þinglýst á lóðina einnig en ekki einungis byggingarréttinn. Þegar þetta kom í ljós þá óskuðum við eftir því að lögmaður okkar myndi aflétta strax veðböndum okkar af lóðinni auk þess sem hann afturkallaði nauðungarsölubeiðnina fyrir lóðinni. Höfum við síðan falið honum að vinna að þessu máli í fullu samráði og samvinnu við lögmann Hveragerðisbæjar. Hvernig skráningu var háttað í fasteignabækur sýslumanns getum við ekki borið ábyrgð á. Það félag, sem við seldum, taldi einungis til réttinda yfir byggingarrétti en ekki viðkomandi lóðarréttindum. Það er ljóst af gögnum málsins. Við hörmum að umfjöllun um þetta mál hafi verið með þeim hætti sem verið hefur og að fyrrverandi bæjarstjóri skuli dreginn inn í það. Við höfum ekki áhuga á að elta ólar við þær yfirlýsingar, sem fallið hafa, enda ummælin væntanlega sögð í hita leiksins og pólitískum tilgangi.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira