Innlent

Vilja þyrlubjörgunarsveit á Akureyri

Þyrla landhelgisgæslunnar, TF-Líf, að störfum.
Þyrla landhelgisgæslunnar, TF-Líf, að störfum. MYND/VG

Níu þingmenn úr Norðausturkjördæmi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis að Landhelgisgæslan haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri.

Samkvæmt tillögunni á Alþingi að fela ríkisstjórninni að tryggja að Landhelgisgæslan haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri. Í greinargerð með tillögunni kemur meðal annars fram að faglega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að byggð verði upp þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Telja þingmennirnir að þetta tryggi öryggi sjófarenda á svæðinu sem og sjúkraflug.

Flutningsmenn eru Birkir J. Jónsson, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Arnbjörg Sveinsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Þuríður Backman, Ólöf Nordal og Höskuldur Þórhallsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×