Skaðabætur vegna brunalóða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:30 Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Þegar borgin reyndi að kaupa brunalóðirnar í vor slitnaði upp úr viðræðum því mikið bar í milli - eigendur Austurstrætis 22, vildu til dæmis fá um 40-50% hærra verð fyrir lóðina - og byggingarréttinn - en borgin bauð. En hvers virði er byggingarréttur? Við Austurstræti 22 má byggja um 1640 fermetra hús, fjórar hæðir og ris. Fréttastofa hafði í dag samband við fasteignasala í Reykjavík sem taldi raunhæft að um 100.000 kr. fengjust fyrir fermetrann af byggingarrétti á þessari lóð. Byggingarréttur við Lindargötu er nú í sölu og ásett fermetraverð er rétt um 120 þúsund krónur. Miðað við það, færi lóðin við Austurstræti á röskar 200 milljónir. Hver hæð í slíku húsi væri því komin í um 40 milljónir - áður en búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Verðmætið felst m.a. í byggingarrétti sem borgarstjórn samþykkti - fyrir 20 árum. Sigurtillagan í hugmyndasamkeppninni sem kynnt var fyrir skömmu, gerir ráð fyrir um það bil 1300 fermetra húsi. Ef sú tillaga nær fram að ganga verður á fjórða hundrað fermetra byggingarréttur ekki nýttur - og samkvæmt áliti lögmanna hjá borginni hefur þar með stofnast skaðabótaréttur. Miðað við þær tölur sem fréttastofa hefur aflað í dag þýðir það að borgin gæti þurft að reiða út á fjórða tug milljóna í skaðabætur - bara fyrir lóðina við Austurstræti. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Þegar borgin reyndi að kaupa brunalóðirnar í vor slitnaði upp úr viðræðum því mikið bar í milli - eigendur Austurstrætis 22, vildu til dæmis fá um 40-50% hærra verð fyrir lóðina - og byggingarréttinn - en borgin bauð. En hvers virði er byggingarréttur? Við Austurstræti 22 má byggja um 1640 fermetra hús, fjórar hæðir og ris. Fréttastofa hafði í dag samband við fasteignasala í Reykjavík sem taldi raunhæft að um 100.000 kr. fengjust fyrir fermetrann af byggingarrétti á þessari lóð. Byggingarréttur við Lindargötu er nú í sölu og ásett fermetraverð er rétt um 120 þúsund krónur. Miðað við það, færi lóðin við Austurstræti á röskar 200 milljónir. Hver hæð í slíku húsi væri því komin í um 40 milljónir - áður en búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Verðmætið felst m.a. í byggingarrétti sem borgarstjórn samþykkti - fyrir 20 árum. Sigurtillagan í hugmyndasamkeppninni sem kynnt var fyrir skömmu, gerir ráð fyrir um það bil 1300 fermetra húsi. Ef sú tillaga nær fram að ganga verður á fjórða hundrað fermetra byggingarréttur ekki nýttur - og samkvæmt áliti lögmanna hjá borginni hefur þar með stofnast skaðabótaréttur. Miðað við þær tölur sem fréttastofa hefur aflað í dag þýðir það að borgin gæti þurft að reiða út á fjórða tug milljóna í skaðabætur - bara fyrir lóðina við Austurstræti.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira