Fagnar húsleit hjá Lyfjum og heilsu 14. september 2007 15:12 Lyf og heilsa hefur vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á lyfjamarkaði á Akranesi að mati eiganda Apóteks Vesturlands. Hann lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar vegna málsins. Hann segist fagna þeirri húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði á skrifstofu Lyfja og heilsu í morgun. „Áður en ég opnaði mitt apótek í sumar þá lækkaði Lyf og heilsa lyfjaverð hjá sér," sagði Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur og eigandi Apóteks Vesturlands, í samtali við Vísi. „Því er það ekki rétt að þeir hafi verið að bregðast við lágu lyfjaverði hjá mér." Í yfirlýsingu sem Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sendi frá sér í dag er því vísað á bug að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi. Þar segir ennfremur að Lyf og heilsa hafi ákveðið að lækka lyfjaverð hjá sér til að bregðast við samkeppni frá Apóteki Vesturlands sem meðal annars lagði áherslu á lágt lyfjaverð. Þetta segir Ólafur að sé hrein og klár fölsun af hálfu framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu og gert til að villa um fyrir fólki. „Ég auglýsti aldrei að ég myndi leggja áherslu á lágt lyfjaverð. Það sem ég lagði áherslu á var að selja lyf á sanngjörnu verði. Staðreyndin er sú að Lyf og heilsa lækkaði lyfjaverð hjá sér áður en þeir höfðu séð hvað ég ætlaði að leggja áherslu á." Að sögn Ólafs lækkaði Lyf og heilsa stórlega verð á yfir 40 af algengustu lyfjunum sem ávísað er á Akranesi. Þá lækkaði Lyf og heilsa einnig verð á öðrum lyfjum. „Þeir vita að ég er einyrkji og vildu tryggja að það yrði engin framlegð af þeim lyfjum sem eru til sölu hjá mér. Leikurinn var ekki til annars gerður en að bola mér útaf markaðinum áður en ég næði fótfestu." Ólafur lagði fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar þar sem hann taldi Lyf og heilsu misnota markaðsráðandi stöðu sína. „Ég get því ekki annað en fagnað því að Samkeppniseftirlitið skuli bregðast við kvörtun minni." Tengdar fréttir Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu í morgun húsleit á skrifstofum apótekakeðjunnar Lyf og heilsa. Þetta staðfesti Lyf og heilsa. 14. september 2007 12:28 Býður vesturbæingum upp á heimsendingar með lyf Apótek Vesturlands býður vesturbæingum í Reykjavík upp á heimsendingar á lyfjum í auglýsingu sem apótekið birti í Vesturbæjarblaðinu í dag. Í auglýsingunni er fullyrt að Lyf og heilsa láti vesturbæinga niðurgreiða lyf vegna samkeppni á Akranesi. Eigandi Apóteks Vesturlands segist geta boðið vesturbæingum upp á allt að 76 prósent lægra lyfjaverð. 13. september 2007 14:41 Gruna Lyf og heilsu um að misnota markaðsráðandi stöðu Grunur leikur á að lyfjaverslunarkeðjan Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við Apótek Vesturlands. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í morgun. Um eðlilega samkeppni að ræða segir í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu. 14. september 2007 14:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Lyf og heilsa hefur vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á lyfjamarkaði á Akranesi að mati eiganda Apóteks Vesturlands. Hann lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar vegna málsins. Hann segist fagna þeirri húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði á skrifstofu Lyfja og heilsu í morgun. „Áður en ég opnaði mitt apótek í sumar þá lækkaði Lyf og heilsa lyfjaverð hjá sér," sagði Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur og eigandi Apóteks Vesturlands, í samtali við Vísi. „Því er það ekki rétt að þeir hafi verið að bregðast við lágu lyfjaverði hjá mér." Í yfirlýsingu sem Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sendi frá sér í dag er því vísað á bug að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi. Þar segir ennfremur að Lyf og heilsa hafi ákveðið að lækka lyfjaverð hjá sér til að bregðast við samkeppni frá Apóteki Vesturlands sem meðal annars lagði áherslu á lágt lyfjaverð. Þetta segir Ólafur að sé hrein og klár fölsun af hálfu framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu og gert til að villa um fyrir fólki. „Ég auglýsti aldrei að ég myndi leggja áherslu á lágt lyfjaverð. Það sem ég lagði áherslu á var að selja lyf á sanngjörnu verði. Staðreyndin er sú að Lyf og heilsa lækkaði lyfjaverð hjá sér áður en þeir höfðu séð hvað ég ætlaði að leggja áherslu á." Að sögn Ólafs lækkaði Lyf og heilsa stórlega verð á yfir 40 af algengustu lyfjunum sem ávísað er á Akranesi. Þá lækkaði Lyf og heilsa einnig verð á öðrum lyfjum. „Þeir vita að ég er einyrkji og vildu tryggja að það yrði engin framlegð af þeim lyfjum sem eru til sölu hjá mér. Leikurinn var ekki til annars gerður en að bola mér útaf markaðinum áður en ég næði fótfestu." Ólafur lagði fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar þar sem hann taldi Lyf og heilsu misnota markaðsráðandi stöðu sína. „Ég get því ekki annað en fagnað því að Samkeppniseftirlitið skuli bregðast við kvörtun minni."
Tengdar fréttir Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu í morgun húsleit á skrifstofum apótekakeðjunnar Lyf og heilsa. Þetta staðfesti Lyf og heilsa. 14. september 2007 12:28 Býður vesturbæingum upp á heimsendingar með lyf Apótek Vesturlands býður vesturbæingum í Reykjavík upp á heimsendingar á lyfjum í auglýsingu sem apótekið birti í Vesturbæjarblaðinu í dag. Í auglýsingunni er fullyrt að Lyf og heilsa láti vesturbæinga niðurgreiða lyf vegna samkeppni á Akranesi. Eigandi Apóteks Vesturlands segist geta boðið vesturbæingum upp á allt að 76 prósent lægra lyfjaverð. 13. september 2007 14:41 Gruna Lyf og heilsu um að misnota markaðsráðandi stöðu Grunur leikur á að lyfjaverslunarkeðjan Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við Apótek Vesturlands. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í morgun. Um eðlilega samkeppni að ræða segir í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu. 14. september 2007 14:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu í morgun húsleit á skrifstofum apótekakeðjunnar Lyf og heilsa. Þetta staðfesti Lyf og heilsa. 14. september 2007 12:28
Býður vesturbæingum upp á heimsendingar með lyf Apótek Vesturlands býður vesturbæingum í Reykjavík upp á heimsendingar á lyfjum í auglýsingu sem apótekið birti í Vesturbæjarblaðinu í dag. Í auglýsingunni er fullyrt að Lyf og heilsa láti vesturbæinga niðurgreiða lyf vegna samkeppni á Akranesi. Eigandi Apóteks Vesturlands segist geta boðið vesturbæingum upp á allt að 76 prósent lægra lyfjaverð. 13. september 2007 14:41
Gruna Lyf og heilsu um að misnota markaðsráðandi stöðu Grunur leikur á að lyfjaverslunarkeðjan Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við Apótek Vesturlands. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í morgun. Um eðlilega samkeppni að ræða segir í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu. 14. september 2007 14:29