Innlent

Vill fund hið fyrsta vegna hugmynda Þorbjargar Helgu

Helga Björg vill ræða hugmyndir formanns leikskólaráðs hið fyrsta.
Helga Björg vill ræða hugmyndir formanns leikskólaráðs hið fyrsta.

Helga Björg Ragnarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í leikskólaráði, hefur óskað eftir fundi í ráðinu hið fyrsta í ljósi ummæla Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs, um mögulegar breytingar á rekstrarformi leikskóla borgarinnar.

Þorbjörg hefur viðrað þá skoðun sína að skoða beri einkarekstur og jafnvel kanna vilja atvinnurekenda til þess að koma á fót leikskóla fyrir sína starfsmenn til þess að reyna að ráða bót á manneklunni í leikskólum borgarinnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Vinstri - grænum að þau sem leikskólar Reykjavíkur standi frammi fyrir verði ekki leyst með breytingum á rekstrarformi heldur fyrst og fremst með því að bæta kjör þeirra stétta sem þar starfa. Brýnt sé að umræða um málið fari fram á vettvangi leikskólaráðs hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×