Byrja á fyrstu djúpborunarholunni næsta sumar 11. september 2007 15:48 Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem standa að djúpborunarverkefninu kynntu það ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. MYND/Stöð 2 Hafist verður handa við að bora fyrstu djúpborunarholuna hér á landi við Kröflu næsta sumar samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í dag. Holan verður 4-5 kílómetra djúp. Þá verða boraðar tvær aðrar djúpar holur, á Reykjanes og á Hengilssvæðinu. Að samningnum standa Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Alcoa sem bætist í hóp þeirra sem fjármagna rannsóknir hins svokallaða Íslenska djúpborunarverkefnisins. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu munu Landsvirkjun, HS og OR láta bora hvert sína holan niður á 3,5 kílómetra dýpi og mun það kosta á bilinu 700 milljónir til einn milljarð. Félögin þrjú munu svo ásamt Orkustofnun og Alcoa starfa saman að Íslenska djúpborunarverkefninu, IDDP, sem felst í því að holan við Kröflu verður dýpkuð um kílómetra og gerðar ýmsar rannsóknir sem snúa meðal annars að berginu og borholuvökvanum. Sú dýpkun kostar um einn milljarð og verður því um þremur og hálfum milljarði samtals varið til djúpborana á næstu þremur til fjórum árum. Auk þessara fyrirtækja leggja International Continetal Scientific Drilling Program og bandaríski vísindasjóðurinn NSF til um 300 milljónir króna til að taka borkjarna til vísindarannsókna í tengslum við IDDP. Bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt í rannsóknunum og munu flestir afla fjár sjálfir til rannsókna sinna. Borholur valdi litlum umhverfisspjöllum Enn fremur er bent á í tilkynningu frá aðstandendum IDDP að borun holanna valdi litlum umhverfisspjöllum því þær verði boraðar niður úr virkjuðum háhitasvæðum. Unnið er að tilkynningu til Skipulagsstofnunar um djúpborunarholuna að Kröflu og á næstu vikum verður haft samband við lögbundna umsagnaraðila. Samið verður við Jarðboranir um borun holunnar og verður stærsti og öflugasti bor þeirra notaður til verksins. Reiknað er með að borun hefjist seinni hluta næsta sumars og að rannsóknir á árangri geti jafnvel staðið til ársins 2015. Ef vel tekst til er vonast til að djúpu holurnar verið 5-10 sinnum öflugri en venjulegar holur og gefið allt að 50 megavött hver. Vara menn þó við bjartsýni því mörg ár líði þar til árangur komi í ljós. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hafist verður handa við að bora fyrstu djúpborunarholuna hér á landi við Kröflu næsta sumar samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í dag. Holan verður 4-5 kílómetra djúp. Þá verða boraðar tvær aðrar djúpar holur, á Reykjanes og á Hengilssvæðinu. Að samningnum standa Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkustofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Alcoa sem bætist í hóp þeirra sem fjármagna rannsóknir hins svokallaða Íslenska djúpborunarverkefnisins. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu munu Landsvirkjun, HS og OR láta bora hvert sína holan niður á 3,5 kílómetra dýpi og mun það kosta á bilinu 700 milljónir til einn milljarð. Félögin þrjú munu svo ásamt Orkustofnun og Alcoa starfa saman að Íslenska djúpborunarverkefninu, IDDP, sem felst í því að holan við Kröflu verður dýpkuð um kílómetra og gerðar ýmsar rannsóknir sem snúa meðal annars að berginu og borholuvökvanum. Sú dýpkun kostar um einn milljarð og verður því um þremur og hálfum milljarði samtals varið til djúpborana á næstu þremur til fjórum árum. Auk þessara fyrirtækja leggja International Continetal Scientific Drilling Program og bandaríski vísindasjóðurinn NSF til um 300 milljónir króna til að taka borkjarna til vísindarannsókna í tengslum við IDDP. Bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt í rannsóknunum og munu flestir afla fjár sjálfir til rannsókna sinna. Borholur valdi litlum umhverfisspjöllum Enn fremur er bent á í tilkynningu frá aðstandendum IDDP að borun holanna valdi litlum umhverfisspjöllum því þær verði boraðar niður úr virkjuðum háhitasvæðum. Unnið er að tilkynningu til Skipulagsstofnunar um djúpborunarholuna að Kröflu og á næstu vikum verður haft samband við lögbundna umsagnaraðila. Samið verður við Jarðboranir um borun holunnar og verður stærsti og öflugasti bor þeirra notaður til verksins. Reiknað er með að borun hefjist seinni hluta næsta sumars og að rannsóknir á árangri geti jafnvel staðið til ársins 2015. Ef vel tekst til er vonast til að djúpu holurnar verið 5-10 sinnum öflugri en venjulegar holur og gefið allt að 50 megavött hver. Vara menn þó við bjartsýni því mörg ár líði þar til árangur komi í ljós.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira