Innlent

Eins mánaðar dómur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Jafnframt var hann sviptur ökuleyfi ævilangt. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í fórum sínum eina e-pillu sem lögregla fann á honum á balli á Broadway í apríl síðastliðnum.

Um tveimur vikum síðar var hann svo tekinn ölvaður á bíl í Grímsnesinu. Hann játaði bæði brot en þetta var í þriðja sinn sem hann var sakfelldur fyrir ölvunarakstur. Dómurinn vísaði til dómvenju og taldi ekki fært að skilorðsbinda dóminn en auk fangelsisvistar og ökuleyfissviptingar á maðurinn að borga 50 þúsund krónur í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sitja í fangelsi í fjóra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×