Einkarekstur og fyrirtækjaleikskólar ekki lausnin Björn Gíslason skrifar 10. september 2007 14:00 MYND/Pjetur Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa um 300 börn fengið pláss á leikskólum Reykjavíkur en ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim vegna manneklu. Slíkt ástand hefur komið upp undanfarin haust og hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs borgarinnar, viðrað þær hugmyndir að skoða beri einkarekstur og jafnvel kanna vilja atvinnurekenda til þess að koma á fót leikskóla fyrir sína starfsmenn. Sveitarfélögin að fría sig ábyrgð Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir að félagið sem slíkt hafi ekkert á móti einkarekstri en nú eru um 10 prósent leikskóla rekin af einkaðailinum. „Ég tel hins vegar að með því að bjóða út reksturinn leysi menn ekki þann vanda sem nú er uppi," segir Björg og telur að sveitarfélögin séu með því að fría sig ábyrgð á málaflokknum. „Ég hef talið að það væri vilji fólksins í landinu að það ætti að vera verkefni opinberra aðila að veita þessa þjónustu," segir Björg. Um þær hugmyndir að fyrirtæki starfræki leikskóla fyrir starfsmenn sína segir Björg: „Ef samfélagið er sammála um það reka skóla út frá hagsmunum fyrirtækja er þetta gott en ég held að þetta leysi ekki vandann." Meginmunurinn sé því sá að slíkir skólar myndu starfa út frá hagsmunum fyrirtækja en ekki foreldra óháð þjóðfélagsstöðu eins og opinberir skólar reyni. Hún bendir á að Ríkisspítalarnir hafi á sínum tíma rekið leikskóla og þá hafi skólavistin verið háð atvinnu foreldranna þannig að þegar fólk hætti misstu börnin leikskólaplássið. Jafnlaunastefna hjá sveitarfélögunum Þorbjörg Helga sagði enn fremur í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hún efaðist um að opinbert kerfi leikskóla þrifist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands og að jafnlaunastefna Kennarasambandsins væri úrelt. Björg segist ekki vita um hvaða jafnlaunastefnu Þorbjörg er að tala. „Það er ekkert í kjarastefnu félaga Kennarasambandsins sem kemur í veg fyrir að laun séu hækkuð umfram lágmarkstaxta," segir Björg. Hins vegar hafi sveitarfélögin gert með sér samþykkt um að fara ekki yfir ákveðin laun. Því sé fremur um jafnlaunastefnu sveitarfélaganna að ræða. Björg bendir enn fremur á að í kjarasamningum séu ákvæði um tímabundin viðbótarlaun til kennara. Þar sé beinlínis skilgreind leið til þess að takast á við markaðsaðstæður. Aðspurð um hvort hún sjái einhverja varanlega lausn á manneklu leikskólanna segir Björg að það þurfi stórátak og sátt í þjóðfélaginu um að borga kennurum og umönnunarstéttum miklu hærri laun vilji menn á annað borð að þessi þjónusta verði trygg. „Þá er ég að tala um sátt um að laun þessara hópa hækki án þess að hræðslupólitík um ógn við stöðugleikann sé yfirvofandi," segir Björg. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur ekki að það leysi neinn vanda að auka einkarekstur eða stofna fyrirtækjaleikskóla eins og formaður leikskólaráðs borgarinnar hefur lagt til sem lausn á manneklu leikskólanna. Björg segir enga jafnlaunastefnu í gildi hjá Kennarasambandinu heldur miklu fremur hjá sveitarfélögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa um 300 börn fengið pláss á leikskólum Reykjavíkur en ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim vegna manneklu. Slíkt ástand hefur komið upp undanfarin haust og hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs borgarinnar, viðrað þær hugmyndir að skoða beri einkarekstur og jafnvel kanna vilja atvinnurekenda til þess að koma á fót leikskóla fyrir sína starfsmenn. Sveitarfélögin að fría sig ábyrgð Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir að félagið sem slíkt hafi ekkert á móti einkarekstri en nú eru um 10 prósent leikskóla rekin af einkaðailinum. „Ég tel hins vegar að með því að bjóða út reksturinn leysi menn ekki þann vanda sem nú er uppi," segir Björg og telur að sveitarfélögin séu með því að fría sig ábyrgð á málaflokknum. „Ég hef talið að það væri vilji fólksins í landinu að það ætti að vera verkefni opinberra aðila að veita þessa þjónustu," segir Björg. Um þær hugmyndir að fyrirtæki starfræki leikskóla fyrir starfsmenn sína segir Björg: „Ef samfélagið er sammála um það reka skóla út frá hagsmunum fyrirtækja er þetta gott en ég held að þetta leysi ekki vandann." Meginmunurinn sé því sá að slíkir skólar myndu starfa út frá hagsmunum fyrirtækja en ekki foreldra óháð þjóðfélagsstöðu eins og opinberir skólar reyni. Hún bendir á að Ríkisspítalarnir hafi á sínum tíma rekið leikskóla og þá hafi skólavistin verið háð atvinnu foreldranna þannig að þegar fólk hætti misstu börnin leikskólaplássið. Jafnlaunastefna hjá sveitarfélögunum Þorbjörg Helga sagði enn fremur í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hún efaðist um að opinbert kerfi leikskóla þrifist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands og að jafnlaunastefna Kennarasambandsins væri úrelt. Björg segist ekki vita um hvaða jafnlaunastefnu Þorbjörg er að tala. „Það er ekkert í kjarastefnu félaga Kennarasambandsins sem kemur í veg fyrir að laun séu hækkuð umfram lágmarkstaxta," segir Björg. Hins vegar hafi sveitarfélögin gert með sér samþykkt um að fara ekki yfir ákveðin laun. Því sé fremur um jafnlaunastefnu sveitarfélaganna að ræða. Björg bendir enn fremur á að í kjarasamningum séu ákvæði um tímabundin viðbótarlaun til kennara. Þar sé beinlínis skilgreind leið til þess að takast á við markaðsaðstæður. Aðspurð um hvort hún sjái einhverja varanlega lausn á manneklu leikskólanna segir Björg að það þurfi stórátak og sátt í þjóðfélaginu um að borga kennurum og umönnunarstéttum miklu hærri laun vilji menn á annað borð að þessi þjónusta verði trygg. „Þá er ég að tala um sátt um að laun þessara hópa hækki án þess að hræðslupólitík um ógn við stöðugleikann sé yfirvofandi," segir Björg.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira