Innlent

Mótmæla stóriðju á miðvikudag

Saving Iceland lét að sér kveða í sumar þar sem stóriðju var mótmælt víða.
Saving Iceland lét að sér kveða í sumar þar sem stóriðju var mótmælt víða. MYND/Hörður

Hreyfingin Saving Iceland hyggst mótmæla fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá á miðvikudag en þann dag verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju víða um heim.

Fram kemur í tilkynningu frá Saving Iceland að fyrirtækins sem barist verði gegn sé þau sömu í Brasilíu, Trinidad, í S-Afríku og á Íslandi. Saving Iceland boðar mótmælastöðu við Stjórnarráðið klukkan tólf á hádegi og síðan við Þjórsá þar sem gengið verður að Urriðafossi klukkan 15. Yfirskrift mótmælanna verður Verjum Þjórsá fyrir græðgi Landsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×