Innlent

Ákærður fyrir árás á leigubílstjóra

MYND/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður í héraðsdómi fyrir að ráðast á leigubílstjóra 2. september síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir að veitast að leigubílstjóranum, þrítugri konu, og taka hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut klórfar hægra megin á hálsi og roðabletti vinstramegin. Konan kenndi sér eymsla í hálsvöðvum eftir árásina.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og leigubílstjórinn krefst þess að maðurinn greiði henni 350 þúsund krónur í bætur auk útlagðs kostnaðar sem talinn er nema tæpum 200 þúsund krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×