Innlent

Ríflega helmingur starfsmanna lánasýslunnar til Seðlabankans

MYND/365

Þegar Lánasýsla ríkisins verður lögð niður og starfsemi hennar flutt til Seðlabanka Íslands mun ríflega helmingur starfsfólksins flytja með til að sinna verkefninu fyrir bankann. Alls eru 12 manns nú starfandi hjá Lánasýslunni. Sigurður Thoroddsen forstöðumaður Lánasýslunnar segir að Seðlabankinn muni yfirtaka launasamninga þeirra sem flytjast til bankans.

Að sögn Sigurðar mun einn af starfsmönnunum þegar hafa fengið starf hjá öðru fjármálafyrirtæki, einn er á leið í framhaldsnám, einn var með tímabundna ráðningu og tveir starfsmanna séu nú að leita sér að vinnu. "Þetta lítur því þokkalega út hjá okkur," segir Sigurður. "Enda hefur það staðið lengi til að sameina innlenda og erlenda lánastarfsemi ríkisins."

Formlega mun þessi breyting eiga sér stað þann. 1. október n.k. samkvæmt samningi sem fjármálaráðuneytið hefur gert við Seðlabankann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×