Innlent

Náttúruverndarsamtök í Þingeyjarsýslum ekki mótfallin borunum

Sigurjón Benediktsson: Náttúruverndarsinnar í Þingeyjasýslum ekki mótfallnir borunum.
Sigurjón Benediktsson: Náttúruverndarsinnar í Þingeyjasýslum ekki mótfallnir borunum.

"Við erum algera gáttuð á þessum undarlegu tillögum og endalausu kærum frá SUNN. Þessi samtök hafa ekkert rætt við heimamenn," segir Sigurjón Benediktsson talsmaður HÚSGULL, samtaka náttúruverndarsinna á Húsavík. "Við teljum ekkert óeðlilegt við það að kannað sé hve mikil orka er undir þessu svæði."

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa SUNN og Landvernd mótmælt harðlega rannsóknarborunum Landsvirkjunnar í Gjástykki. Sigurjón segir það með eindæmum að fyrrgreind samtök hafi ekki haft samband við heimamenn vegna þessa. "Við vitum ekki betur en SUNN sé á einhverskonar framfærslustyrk frá umhverfisráðuneytinu sem gerir málið allt hið undarlegasta," segir Sigurjón.

Í tilkynningu sem náttúruverndarsamtök í Þingeyjasýslum hafa sent frá sér segir m.a.: "Fyrir hönd raunverulegra náttúrusamtaka í Þingeyjarsýslum mótmælum við því að einhver samtök sem kalla sig SUNN geti talað fyrir hönd umhverfissamtaka á Norðurlandi . Þessi samtök hafa enga fundi haldið um þessi mál og aldrei kynnt skoðanir sínar eða rætt þær innan umhverfissamtaka í Þingeyjarsýslum. Hvað þá kynnt íbúum svæðisins undarlegar tillögur sínar og endalausar kærur.

Þessi samtök (SUNN) hafa ekkert umboð frá neðangreindum samtökum til að túlka sjónarmið og viðhorf heimamanna. Hér er um falsanir að ræða sem ekki er hægt að láta ósvarað."

Undir þetta rita Skógræktarfélag Húsavíkur, HÚSGULL Húsvísk samtök um gróðurvernd umhverfi landgræðslu og landvernd og SNUÞ samtök um umhverfisvernd og náttúru í Þingeyjarsýslum) en stofnfundur þeirra hefur verið boðaður þann 5. október nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×