Innlent

Metmjólkurframleiðsla á síðasta verðlagsári

MYND/GVA

Heildarmjólkuframleiðsla hér á landi var um 125 milljónir lítra á síðasta verðlagsári og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Þar er vísað í bráðabirgðatölur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði en þær sýna að mjólkurinnlegg í samlög innan þeirra raða hafi verið rúmlega 123,6 milljónir lítra á nýliðnu verðlagsári sem lauk 31. ágúst. Er það rúmlega tíu milljónum lítra meira en á verðlagsárinu þar á undan.

Ef innvigtun Mjólku er bætt má gera ráð fyrir að heildarmjólkurframleiðslan hafi verið um 125 milljónir lítra og er það met. Bent er á að viðlíka mjólkurframleiðsla hafi ekki verið hér á landi síðan árið 1978 þegar hún var 120 milljónir lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×