Innlent

Þráðormasýking í laxi

MYND/GVA

Töluvert hefur borið á bólginni og jafnvel blæðandi gotrauf á nýgengnum laxi í ám í sumar, nánast í kringum allt landið. Þetta kemdur fram á vef Landbúnaðarstofnunar og að sömu einkenni hafi sést á laxi í að minnsta kosti einni á í fyrra.

Tíðni einkenna hefur verið há í sumar, farið upp í annan til þriðja hvern lax í sumum ám. Ekki kemur fram hvort þessi þráðormasýking kunni að hafa áhrif á viðkomu laxins, en nú berast fréttir af sömu einkennum í villtum göngulaxi í ám á Englandi, í Wales og Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×