Innlent

Nikulás Úlfar nýr forstöðumaður húsafriðunarnefndar

MYND/GVA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Nikulás Úlfar Másson arkitekt í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar ríkisins til fimm ára frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann tekur við af Magnúsi Skúlasyni.

Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að Nikulás Úlfar hafi lokið námi í arkitektúr frá Portsmouth School of Architecture árið 1983. Hann hefur síðustu ár starfað sem verkefnastjóri hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar og var meðal annars ritari í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um skipulag í Kvosinni, en nefndin skilaði tillögum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×