Innlent

Nemendafjöldi tvöfaldast í Hjallaskólum á einu ári

Nemendafjöldi í Hjallaskólum hefur tvöfaldast á milli ára samkvæmt ársreikningi Hjallastefnunnar. Veltan jókst verulega.

Á aðalfundi Hjallastefnunnar ehf. fyrir skömmu kom fram að mikill vöxtur var á árinu 2006. Skólum Hjallastefnunnar fjölgaði úr þremur í átta, nemendum fjölgaði úr 380 í 750, starfsfólk var árinu áður 160 en í var orðið 190 í fyrra. Þá fór velta félagsins úr 276 milljónum króna í rösklega hálfan milljarð.

Það var frumkvöðull Hjallastefnunnar, Margrét Pála Ólafsdóttir, sem stofnaði fyrirtækið árið 2000 til að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði. Nú eru líka Hjallaleikskólar í Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri og Bifröst. Auk þess rekur nú félagið einn skóla sem starfar bæði á leik- og grunnskólastigi í Garðabæ sem er með útibú í Hafnarfirði og nú nýlega á Háskólasvæði Keilis í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×