Innlent

Rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Rafmagnslaust er í Brautarholti, Skipholti og á hluta Laugarvegar. Leitað er að orsök bilunarinnar en talsverðar framkvæmdir eru þarna í nágrenninu og líklegt að strengur hafi farið í sundur, að sögn Helga Péturssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagni verður komið aftur á eins fljótt og auðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×