Innlent

Harður árekstur við Vatnagarða

MYND/Heiða

Harður árekstur varð nú fyrir skömmu við Vatnagarða. Fyrstu fréttir herma að einn sé slasaður en það hefur ekki verið staðfest. Lögregla og sjúkralið er á vettvangi og engar nánari upplýsingar hafa borist.

Þá var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut við Sæbraut og kalla þurfti til dráttarbíl. Ekki er talið að ökumaður hafi orðið fyrir meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×