Innlent

Var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið á 70 kílómetra hraða

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið við umferðareftirlit í nágrenni við grunnskóla í dag og síðustu daga. Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í dag og einn í gær. Sá sem hraðast ók var á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Hann ók á um það bil 70 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30. Nauðsynlegt er að ökumenn sýni aðgæslu þar sem börn eru við leik og störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×