Innlent

Gert ráð fyrir virðingu fyrir hinu gamla í Kvosinni

MYND/Vilhelm

Arkitektastofurnar Argos, Gullinsnið og Stúdíó Granda uður hlutskarpastar í hugmyndasamkeppni borgaryfirvalda um uppbyggingu í Kvosinni í kjölfar brunans í vor. Sú tillaga verður grundvöllur deiliskipulags á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að háhýsi rísi í stað húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2, sem brunnu, og þá er gert ráð fyrir að gamla húsið að Lækjargötu 4, sem nú er á Árbæjarsafninu verði flutt aftur niður í bæ og komið fyrir á svipuðum stað og Hafnarstræti 20 er.

Tilkynnt var um sigurvegara í hugmyndasamkeppni borgarinnar nú klukkan 14 í Iðusölum. Fram kom í máli borgaryfirvalda að virðing yrði fyrir hinu gamla. Þannig er gert ráð fyrir húsi að Lækjargötu 2 sem er einni hæð hærra en húsið sem brann í vor. Þá er gert ráð fyrir að við Austurstræti 2 verið lágreist hús þótt ekki sé búið að útiloka að það verði á fleiri en einni hæð.

Hugmyndir arkitektastofanna þriggja verða lagðar til grundvallar deiliskipulagi en borgaryfirvöld vonast til að það liggi fyrir fyrir áramót. Þá er vonast til þess að framkvæmdir á svæðinu geti hafist á næstu mánuðum eins og það var orðað.

Alls bárust 16 tillögur frá arkitektastofum og almenningu um skipulag á svæðinu en svæðið sem var til umfjöllunar afmarkast af Pósthússtræti, suðurhlið Hótel Borgar, Skólastræti, Stjórnarráðinu, suðurhlið Tónlistarhússreitsins og Tryggvagötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×