Innlent

Langflestir hlynntir reykingabanni á veitingahúsum

MYND/Teitur

Nærri átta af hverjum tíu Íslendingum eru ánægðir með reykingabann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi þann 1. júní síðastliðinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 70 prósent eru mjög ánægð og tæplega 10 prósent frekar ánægð.

Um 13 prósent eru hins vegar óánægð með reykingabannið. Loks eru 8 prósent hvorki ánægð né óánægð. Konur eru ánægðari með reykingabannið en karlar, 83 prósent kvenna eru ánægð en 75 prósent karla. Þá vekur athygli að nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47 prósent segist vera ánægður með reykingabannið en tæplega 40 prósent eru óánægð. Rétt undir 90 prósent þeirra sem reykja ekki eru ánægð með reyklaus kaffihús, veitinga- og skemmtistaði og einungis 5 prósent óánægð.

Tveir af hverjum þremur vilja lækka áfengisgjald

Gallup kannaði einnig afstöðu fólks til áfengisgjalds og eru nærri tveir af hverjum þremur hlynntir því að lækka áfengisgjald. Um fimmtungur er hins vegar andvígur því. Karlar eru hlynntari lækkun áfengisgjalds en konur og þá eru yngri aldurshópar hlynntari lækkun gjaldsins en hinir eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×