Leysir ekki vandann að dreifa skemmtanahaldi um borgina 27. ágúst 2007 18:47 Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. Lætin hófust þegar maður var handtekinn á Laufvangi Hafnarfirði við að brjótast inn í sameign fjölbýlishúss. Ætla má að maðurinn hafi verið að svipast um efttir farskjóta því hann var gripinn inn í hjólageymslunni. Líkamsárás varð á Bíldshöfða en þar réðst hópur á einn mann. Maðurinn hafði aldrei hitt árásarmennina fyrr. Ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og er málið í rannsókn. Teiti unglinga var leyst upp í Dugguvogi og voru engin leyfi fyrir hendi til skemmtanahalds. Dyravörður skarst í andliti á Gauk á Stöng þegar hann var að vísa manni út af staðnum. Maðurinn var ekki sáttur og sló dyravörðinn í andlitið með vínglasi. Árásarmaðurinn var handtekinn og látinn sofa úr sér í fangageymslum. Í Garðabær missti ökumaður bifreið sína út af veginum. Ekki reyndist unnt að yfirheyra hann vegna ölvunar og var hann vistaður í fangageymslum. Dyraverðir á dansleik Stuðmanna á Seltjarnarnesi óskuðu eftir aðstoð en þeir höfðu þrjá menn í haldi. Lögreglumenn sem komu á staðinn urðu fyrir grjótkasti auk þess sem hent var í þá flöskum. Maður sem var að gera sig líklegan til að kasta grjóti, lamdi því í þess stað í brjóst lögreglumanns. Hann lagði síðan á flótta, og reyndi að kasta flösku í lögreglumann á hlaupunum. Þessu til viðbótar braut maður rúðu lögreglubíls með grjóti á Nesinu. Talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum miðborgarinnar segir að um helgina hafi lögreglan verið upptekin við verkefni utan miðborgarinnar og því ekki verið nægjanlega sýnileg þar. Hópslagsmál urðu við Sportbarinn í Hafnarfirði en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan birtist. Maður var fluttur á slysadeild en vildi ekki tjá sig um gerendur í þessu máli. Við Hlégarð í Mosfellsbæ var maður sleginn í höfuð með flösku. Maðurinn var fluttur á slysadeild í lögreglubíl. Ekki liggur fyrir hver hafði reitt til höggsins. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. Lætin hófust þegar maður var handtekinn á Laufvangi Hafnarfirði við að brjótast inn í sameign fjölbýlishúss. Ætla má að maðurinn hafi verið að svipast um efttir farskjóta því hann var gripinn inn í hjólageymslunni. Líkamsárás varð á Bíldshöfða en þar réðst hópur á einn mann. Maðurinn hafði aldrei hitt árásarmennina fyrr. Ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og er málið í rannsókn. Teiti unglinga var leyst upp í Dugguvogi og voru engin leyfi fyrir hendi til skemmtanahalds. Dyravörður skarst í andliti á Gauk á Stöng þegar hann var að vísa manni út af staðnum. Maðurinn var ekki sáttur og sló dyravörðinn í andlitið með vínglasi. Árásarmaðurinn var handtekinn og látinn sofa úr sér í fangageymslum. Í Garðabær missti ökumaður bifreið sína út af veginum. Ekki reyndist unnt að yfirheyra hann vegna ölvunar og var hann vistaður í fangageymslum. Dyraverðir á dansleik Stuðmanna á Seltjarnarnesi óskuðu eftir aðstoð en þeir höfðu þrjá menn í haldi. Lögreglumenn sem komu á staðinn urðu fyrir grjótkasti auk þess sem hent var í þá flöskum. Maður sem var að gera sig líklegan til að kasta grjóti, lamdi því í þess stað í brjóst lögreglumanns. Hann lagði síðan á flótta, og reyndi að kasta flösku í lögreglumann á hlaupunum. Þessu til viðbótar braut maður rúðu lögreglubíls með grjóti á Nesinu. Talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum miðborgarinnar segir að um helgina hafi lögreglan verið upptekin við verkefni utan miðborgarinnar og því ekki verið nægjanlega sýnileg þar. Hópslagsmál urðu við Sportbarinn í Hafnarfirði en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan birtist. Maður var fluttur á slysadeild en vildi ekki tjá sig um gerendur í þessu máli. Við Hlégarð í Mosfellsbæ var maður sleginn í höfuð með flösku. Maðurinn var fluttur á slysadeild í lögreglubíl. Ekki liggur fyrir hver hafði reitt til höggsins.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent