Leysir ekki vandann að dreifa skemmtanahaldi um borgina 27. ágúst 2007 18:47 Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. Lætin hófust þegar maður var handtekinn á Laufvangi Hafnarfirði við að brjótast inn í sameign fjölbýlishúss. Ætla má að maðurinn hafi verið að svipast um efttir farskjóta því hann var gripinn inn í hjólageymslunni. Líkamsárás varð á Bíldshöfða en þar réðst hópur á einn mann. Maðurinn hafði aldrei hitt árásarmennina fyrr. Ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og er málið í rannsókn. Teiti unglinga var leyst upp í Dugguvogi og voru engin leyfi fyrir hendi til skemmtanahalds. Dyravörður skarst í andliti á Gauk á Stöng þegar hann var að vísa manni út af staðnum. Maðurinn var ekki sáttur og sló dyravörðinn í andlitið með vínglasi. Árásarmaðurinn var handtekinn og látinn sofa úr sér í fangageymslum. Í Garðabær missti ökumaður bifreið sína út af veginum. Ekki reyndist unnt að yfirheyra hann vegna ölvunar og var hann vistaður í fangageymslum. Dyraverðir á dansleik Stuðmanna á Seltjarnarnesi óskuðu eftir aðstoð en þeir höfðu þrjá menn í haldi. Lögreglumenn sem komu á staðinn urðu fyrir grjótkasti auk þess sem hent var í þá flöskum. Maður sem var að gera sig líklegan til að kasta grjóti, lamdi því í þess stað í brjóst lögreglumanns. Hann lagði síðan á flótta, og reyndi að kasta flösku í lögreglumann á hlaupunum. Þessu til viðbótar braut maður rúðu lögreglubíls með grjóti á Nesinu. Talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum miðborgarinnar segir að um helgina hafi lögreglan verið upptekin við verkefni utan miðborgarinnar og því ekki verið nægjanlega sýnileg þar. Hópslagsmál urðu við Sportbarinn í Hafnarfirði en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan birtist. Maður var fluttur á slysadeild en vildi ekki tjá sig um gerendur í þessu máli. Við Hlégarð í Mosfellsbæ var maður sleginn í höfuð með flösku. Maðurinn var fluttur á slysadeild í lögreglubíl. Ekki liggur fyrir hver hafði reitt til höggsins. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. Lætin hófust þegar maður var handtekinn á Laufvangi Hafnarfirði við að brjótast inn í sameign fjölbýlishúss. Ætla má að maðurinn hafi verið að svipast um efttir farskjóta því hann var gripinn inn í hjólageymslunni. Líkamsárás varð á Bíldshöfða en þar réðst hópur á einn mann. Maðurinn hafði aldrei hitt árásarmennina fyrr. Ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og er málið í rannsókn. Teiti unglinga var leyst upp í Dugguvogi og voru engin leyfi fyrir hendi til skemmtanahalds. Dyravörður skarst í andliti á Gauk á Stöng þegar hann var að vísa manni út af staðnum. Maðurinn var ekki sáttur og sló dyravörðinn í andlitið með vínglasi. Árásarmaðurinn var handtekinn og látinn sofa úr sér í fangageymslum. Í Garðabær missti ökumaður bifreið sína út af veginum. Ekki reyndist unnt að yfirheyra hann vegna ölvunar og var hann vistaður í fangageymslum. Dyraverðir á dansleik Stuðmanna á Seltjarnarnesi óskuðu eftir aðstoð en þeir höfðu þrjá menn í haldi. Lögreglumenn sem komu á staðinn urðu fyrir grjótkasti auk þess sem hent var í þá flöskum. Maður sem var að gera sig líklegan til að kasta grjóti, lamdi því í þess stað í brjóst lögreglumanns. Hann lagði síðan á flótta, og reyndi að kasta flösku í lögreglumann á hlaupunum. Þessu til viðbótar braut maður rúðu lögreglubíls með grjóti á Nesinu. Talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum miðborgarinnar segir að um helgina hafi lögreglan verið upptekin við verkefni utan miðborgarinnar og því ekki verið nægjanlega sýnileg þar. Hópslagsmál urðu við Sportbarinn í Hafnarfirði en gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan birtist. Maður var fluttur á slysadeild en vildi ekki tjá sig um gerendur í þessu máli. Við Hlégarð í Mosfellsbæ var maður sleginn í höfuð með flösku. Maðurinn var fluttur á slysadeild í lögreglubíl. Ekki liggur fyrir hver hafði reitt til höggsins.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira